Hljóðbrot
Níu líf – Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum - Sigmundur Ernir Rúnarsson

Níu líf – Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum

Níu líf – Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum

4,25 299 5 Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson Lesari: Jakob Jónsson
Hljóðbók.
Rafbók.
Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippseysku fangelsi þar sem dauði og eymd eru daglegt brauð, þolað að týnast í brennheitri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Og þegar hann flutti loksins aftur heim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum.

Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu Gísla eins og honum einum er lagið; lesandinn sogast inn í magnþrungna og grípandi frásögnina og fylgir Gísla í gegnum hvern lífsháskann af öðrum.

Sprellfjörug ævintýrasaga!
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-08-29
Lengd: 8Klst. 38Mín
ISBN: 9789179232863

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Veröld
Útgefið: 2022-02-17
ISBN: 9789935495587
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Byrjaðu áskrift núna