Hljóðbrot
Andvökuskáld – ævisaga Stephans G. Stephanssonar : síðara bindi - Viðar Hreinsson

Andvökuskáld – ævisaga Stephans G. Stephanssonar : síðara bindi

Andvökuskáld – ævisaga Stephans G. Stephanssonar : síðara bindi

4,55 22 5 Höfundur: Viðar Hreinsson Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Hljóðbók.
Andvökuskáld er seinna bindið af ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Í fyrra bindi ævisögunnar var fjallað um æskuár Stephans og landnám í Vesturheimi en í þessu bindi er viðfangsefnið stormasamt líf hans og skáldskapur á árunum 1899-1927. Á því tímabili festir Stephan sig í sessi sem eitt af öndvegisskáldum á íslenska tungu. Munar þar mikið um óeigingjarnt starf vina hans vestanhafs við útgáfu á ljóðasafninu Andvökum. Hápunkturinn á ferli skáldsins er síðan eftirminnileg boðsferð Stephans til Íslands sumarið 1917 þegar menn báru hann á höndum sér úr einni sveit í aðra, eins og þjóðhöfðingi væri á ferð.

Á sama tímabili verður Stephan hins vegar einn umdeildasti einstaklingurinn í samfélagi Vestur-Íslendinga, ekki síst vegna afstöðu sinnar til fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Seríur: Stephan G.: 2 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-08-16
Lengd: 13Klst. 50Mín
ISBN: 9789179215026
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga