Hljóðbrot
Sjáumst aftur ... - Gunnhildur Hrólfsdóttir

Sjáumst aftur ...

Sjáumst aftur ...

4.1 21 5 Höfundur: Gunnhildur Hrólfsdóttir Lesari: Esther Talía Casey
Sem hljóðbók.
Sjáumst aftur … var valin besta sagan í samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2001. Dómnefnd var á einu máli um að handritið bæri af öðrum sem send voru inn í keppnina og í áliti hennar segir meðal annars: „Sjáumst aftur … er sérlega vandað verk þar sem höfundi tekst að skapa heillandi og spennandi sögu úr óvenjulegum efniviði.“

Í bókinni segir frá Kötlu, tólf ára stelpu sem flytur með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Þar setjast þau að í gömlu timburhúsi og fyrr en varir taka undarlegar sýnir og sérkennilegir draumar að leita á Kötlu. Samtímis er eitthvað dularfullt á seyði á vinnustað pabba hennar þar sem mikilvæg gögn hverfa og Katla fyllist grunsemdum um að einhver hafi óhreint mjöl í pokahorninu.

Sjáumst aftur … er mögnuð og spennandi saga þar sem fortíð og nútíð mætast í óvæntri atburðarás. Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur áður skrifað margar bækur fyrir börn og unglinga og hlaut árið 1997 viðurkenningu IBBY-samtakanna fyrir framlag sitt til barnamenningar.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Barnabækur Seríur: Katla: 1 Titill á frummáli: Sjáumst aftur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-10-01
Lengd: 4Klst. 38Mín
ISBN: 9789179310141
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga