Hljóðbrot
Geirmundar saga Heljarskinns - Bergsveinn Birgisson

Geirmundar saga Heljarskinns

Geirmundar saga Heljarskinns

4,23 22 5 Höfundur: Bergsveinn Birgisson Lesari: Friðrik Erlingsson
Sem hljóðbók.
«Geirmundr heljarskinn sté nú til slíkra virðinga at svá er sagt at hverr maðr á Vestfjörðum vildi sitja eðr standa svá sem hann fyrir sagði.»

Geirmundur heljarskinn var sagður göfgastur allra landnámsmanna á Íslandi. Þó hefur sögu hans aldrei verið haldið á lofti – fyrr en nú. Enda má segja að hann sé, þegar öllu er á botninn hvolft, 21. aldar maður, þótt hann hafi verið uppi fyrir 1100 árum. Bergsveinn Birgisson vakti mikla athygli í Noregi árið 2013 fyrir fræðirit sitt um Geirmund heljarskinn sem hann ritaði á norsku og nefndi Svarta víkinginn. Hér er hins vegar loks hægt að lesa stórbrotna sögu Geirmundar sjálfs. Og kominn tími til.

Bergsveinn Birgisson hefur rannsakað sögu landnámsmannsins Geirmundar heljarskinns um árabil. Hann hefur leitað fanga víða, í fornum ritum, munnmælum og örnefnum, stuðst við fornleifarannsóknir, málfræði og erfðafræði. Hér er komin Íslendingasagan sem fékk ekki að vera með.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-10-18
Lengd: 8Klst. 19Mín
ISBN: 9789179232771
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga