PERSÓNUVERNDARSTEFNA STORYTEL

1. Almennt

1.1.
Storytel er stafræn áskriftarþjónusta á internetinu, sem veitir þér (hér eftir „þú“ eða „notandinn“) aðgang að heimasíðu Storytel, hljóðbókum, rafbókum og öðru bókmenntaefni í farsímanum þínum, spjaldtölvunni þinni eða öðrum tækjum („þjónustan“) samkvæmt notendaskilmálunum, persónuverndarstefnu þessari og hvers konar viðbótarskilmálum og -skilyrðum sem kunna að gilda um notkun þína á sérstakri áskriftarleið Storytel („skilmálarnir“). Þjónustan er veitt af Storytel Iceland ehf., kennitala 570504-3040, (hér eftir „Storytel“ eða „við”).
1.2.
Þessi persónuverndarstefna útskýrir starfsvenjur Storytel í tengslum við söfnun, varðveislu, notkun og miðlun tiltekinna upplýsinga, þar með talið persónuupplýsinga þinna í tengslum við það þegar við veitum þér þjónustuna. Þessi persónuverndarstefna varðar einnig einstaklinga sem heimsækja heimasíðu okkar eða hala niður og nota forritið okkar. Persónuverndarstefnunni er ætlað að upplýsa þig um hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar og fullvissa þig um að persónuupplýsingar þínar séu meðhöndlaðar af virðingu og í samræmi við gildandi persónuverndarlög þegar þú notar þjónustuna.
1.3.
Þú ættir aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því að deila persónuupplýsingum þínum með Storytel. Storytel hefur gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til þess að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu varðar, einkum fyrir óheimilum aðgangi eða miðlun, notkun, breytingum, eyðileggingu og missi. Ef þér líkar ekki við efni þessarar persónuverndarstefnu er þér ávallt heimilt að sleppa því að nota þjónustuna.

2. Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga

2.1.
Storytel Sweden AB og Storytel Iceland ehf. eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna sem Storytel meðhöndlar. Þér er heimilt að hafa samband við báða aðila varðandi t.d. áreiðanleika og persónuvernd. Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við okkur er að finna í kafla 13.

3. Hvenær og frá hverjum safnar Storytel persónuupplýsingum?

3.1.
Storytel safnar persónuupplýsingum um þig þegar: Þú stofnar reikning hjá Storytel og/eða notar þjónustuna, Þú pantar viðbótarþjónustu eða vöru frá Storytel, Þú setur upp og/eða notar hvers konar forrit sem innifalið er í þjónustunni með eða án undirliggjandi áskriftarleiðar, Þú heimsækir heimasíðuna, Þú skráir þig í áskrift að fréttabréfi Storytel, Þú tilkynnir villur, brotlegt eða á annan hátt óviðeigandi efni eða hefur samband við Storytel af öðrum ástæðum, Þú tengir þjónustuna við Facebook-reikninginn þinn eða sambærilega þjónustu þriðja aðila, t.d. til að auðvelda innskráningu í þjónustuna, en í slíkum tilvikum fáum við upplýsingar frá slíkum þriðju aðilum, Þú svarar könnun, þar á meðal, en ekki einskorðað við, ánægjukönnun viðskiptavina eða markaðskannanir ellegar svarar boðum frá Storytel, Það er að öðru leyti nauðsynlegt að hafa umsjón með sambandinu á milli þín og Storytel.
3.2.
Storytel safnar einnig upplýsingum í gegnum eigin vafrakökur eða vafrakökur þriðja aðila og svipaða eftirlitstækni (þ.m.t. en ekki takmarkað við spora, merki og pixla) sem getur rakið aðgerðir þínar og ákvarðanir, t.d. þegar þú halar niður forritinu okkar, notar þjónustuna eða heimsækir vefsíðu okkar. Tilgangur þessa er m.a. að auðvelda innskráningu, muna stillingar þínar, senda þér sérsniðið markaðsefni og mæla árangur auglýsinga. Frekari upplýsingar um notkun Storytel á vafrakökum eru settar fram í stefnu Storytel varðandi vafrakökur sem finna má á heimasíðu Storytel.

4. Hvaða persónuupplýsingum safnar Storytel?

4.1.
Þegar þú stofnar reikning hjá Storytel eða hefur samband við notendaþjónustu Storytel safnar Storytel persónuupplýsingum um þig. Grundvallarupplýsingar um notendur, sem Storytel safnar, fela í sér tengiliðaupplýsingar þínar s.s nafn þitt og/eða notendanafn, tölvupóstfang þitt og/eða símanúmer sem og greiðsluupplýsingar þínar s.s. kreditkortategund og gildistíma kreditkorts. Storytel kann einnig að safna gögnum varðandi fæðingardag þinn, kyn og aðrar samskiptaupplýsingar eins og heimilisfang þitt. Storytel kann einnig að safna persónuupplýsingum, sem þú gefur um fjölskyldumeðlimi þína (þ.m.t. nöfn fjölskyldumeðlima, netfang, fæðingardaga og áhugamál). Ef þú ákveður að veita slíkar persónuupplýsingar, berð þú ábyrgð á að hafir heimild til þess með þeirra samþykki og þú skalt einnig upplýsa þau um vinnsluaðgerðir okkar.
4.2.
Þegar þú notar þjónustuna eða einhverja viðbótarþjónustu eða vöru frá Storytel og heimsækir heimasíðu og smáforrit Storytel kann Storytel einnig að safna gögnum varðandi notkun (s.s. val á bókartitlum og leitarfyrirspurnir), áhorfsupplýsingar (s.s. það efni sem skoðað hefur verið) og tæknilegar upplýsingar (svo sem upplýsingar um einstök vettvangs auðkenni, síma og vettvangs útgáfur, IP-tölu tækja, útgáfu af Storytel smáforritinu, tungumálastillingar, URL upplýsingar, lykilorð (dulkóðað), vafraköku upplýsingar og vafrategundir). Ef þú skráðir þig sem viðskiptavin í reikningsviðskiptum, þegar þú skráðir þig í viðskipti við Storytel, kann Storytel einnig að safna og vinna einhverjar af þeim upplýsingum sem þú lést greiðsluþjónustuveitanda Storytel í té til þess að auðvelda gerð reikninga.
4.3.
Ef þú kýst að tengja þjónustuna við Facebook eða sambærilega þjónustu þriðja aðila sem vinnur persónuupplýsingar sjálfstætt, kann Storytel að safna og vinna persónuupplýsingar sem þú hefur gefið Facebook, eða öðrum sambærilegum þriðja, leyfi til þess að deila með Storytel. Storytel hvetur þig til þess að kynna þér starfsvenjur slíkra þriðju aðila að því er varðar persónuvernd.
4.4.
Ennfremur kann Storytel að safna og vinna persónuupplýsingar, sem þú veitir á hvers kyns opinberum vettvangi á vefsvæði Storytel eða sem þú veitir Storytel þegar þú notar vefsvæði Storytel, vefsíður Storytel á vettvangi þriðja aðila, s.s forritaverslunum (e. app store), síðum samfélagsmiðla, eða tengir aðgangsprófílinn þinn við síðu þriðja aðila eða vettvang í gegnum þinn persónulega reikning.
4.5.
Storytel kann jafnframt að safna og vinna ákveðnar persónuupplýsingar sem tengjast þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til þess að mega nota þjónustuna og vali þínu á greiðsluaðferð. Þar sem Storytel starfar með ótengdum greiðsluþjónustuveitendum með aðskilin kerfi frá Storytel, þá verða heildstæðar greiðsluupplýsingar, svo sem fullt kreditkortanúmer, hins vegar ekki varðveittar hjá Storytel. Storytel hvetur þig til þess að kynna þér starfsvenjur slíkra greiðsluþjónustuveitenda að því er varðar persónuvernd.

5. Hversu lengi eru persónuupplýsingarnar geymdar?

5.1.
Storytel mun geyma persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsynlegt reynist með tilliti til tilgangs viðkomandi vinnsluaðgerðar.
5.2.
Þetta þýðir að persónuupplýsingar, sem safnað er í tilgangi markaðssetningar, verða geymdar svo lengi sem þú ert áskrifandi og í tólf (12) mánuði eftir að áskriftin þín líður undir lok, nema þú hafir veitt Storytel samþykki til þess að halda áfram vinnslu slíkra upplýsinga.
5.3.
Í þeim tilgangi að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar, vakta og skrá notkun á gjafakortum og fríum reynsluáskriftum og annarri viðbótarþjónustu, þá munum við geyma persónuupplýsingar sem þú hefur veitt við skráningu (s.s. nafn þitt og/eða notendanafn, tölvupóstfang og/eða símanúmer og greiðsluupplýsingar) svo lengi sem þú ert áskrifandi, notandi gjafakorts eða notandi frírrar reynsluáskriftar og í tuttugu og fjóra (24) mánuði eftir að áskrift, kaup þín á gjafakorti, eða notkun gjafakorts eða frírrar reynsluáskriftar líkur, eftir því hvað af þessu á sér stað síðast.
5.4.
Við munum geyma upplýsingar um þitt persónulega hljóðbóka/rafbóka safn, svo lengi sem þú ert áskrifandi og í tuttugu og fjóra (24) mánuði þar eftir til að auðvelda og bæta upplifun þína, komi til þess að þú viljir aftur gerast áskrifandi innan fyrrnefnds tímabils.
5.5.
Þegar þú hefur samband við Storytel til þess að fá hjálp eða í öðrum tilgangi munum við geyma persónuupplýsingar þínar í tuttugu og fjóra (24) mánuði eftir að leyst hefur verið úr síðasta hjálparmiðanum þínum (t.d. vandamál og beiðnir)
5.6.
Persónuupplýsingar þínar eru unnar í greiningarskyni á meðan á áskrift stendur og í tuttugu og fjóra (24) mánuði þar á eftir.
5.7.
Þó kann Storytel að geyma persónuupplýsingar lengur en framangreindar tímasetningar mæla fyrir um ef lög krefjast þess eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.

6. Hvar eru persónuupplýsingarnar geymdar?

6.1.
Persónuupplýsingar þínar eru geymdar á netþjónum sem staðsettir eru í því landi þar sem samningsaðilinn (eins hann er skilgreindur í notendaskilmálunum) er stofnaður. Persónuupplýsingar eru einnig geymdar í Svíþjóð þar sem aðalstöðvar Storytel eru staðsettar. Storytel beitir þeim öryggisráðstöfunum sem fram koma í grein 10.5 hér að neðan vegna alþjóðlegra flutninga.

7. Af hverju vinnur Storytel persónuupplýsingarnar þínar?

7.1.
Storytel vinnur persónuupplýsingar þínar í ýmsum tilgangi. Fyrst og fremst vinnur Storytel persónuupplýsingar þínar til þess að hafa umsjón með viðskiptavinasambandinu við þig og til þess að uppfylla lagalegar skyldur sínar. Persónuupplýsingar þínar kunna einnig að vera unnar vegna markaðsgreininga og greiningu á viðskiptavinum, markaðsrannsókna, tölfræðilegra greininga, viðskiptavöktunar, viðskiptaþróunar og þróunar aðferða hjá Storytel í því skyni að þróa og aðlaga þjónustuna og eiginleika hennar.
7.2.
Storytel vinnur einnig persónuupplýsingar þínar til þess að veita betri tilboð og þjónustu sem er betur sniðin að persónulegum þörfum þínum. Storytel vinnur einnig persónuupplýsingar þínar til þess að draga úr hættunni á því að þér verði sendar óviðeigandi auglýsingar eða aðrar tegundir af óviðeigandi markaðsefni. Persónuupplýsingar kunna, t.d. að vera unnar, tengdar, hlutaðar niður og greindar í því skyni - með hnitmiðaðri markaðssetningu t.d. með tölvupósti, tilkynningum í smáforritinu eða auglýsingum á stöðvum þriðju aðila - að veita upplýsingar, tilboð eða ráðleggingar um vörur og þjónustu Storytel eða samstarfsaðila Storytel, sem eru sérsniðnar að þínum óskum, hegðun, þörfum eða lífsstíl. Þær kunna einnig að vera notaðar sem grundvöllur fyrir hnitmiðaða markaðssetningu gagnvart áhorfendum sem líkjast núverandi notendum Storytel. Þetta getur t.d. falið í sér vinnslu persónuupplýsinga í þeim tilgangi að búa til sérsniðna áhorfendur á vettvangi þriðja aðila s.s. Facebook og Google. Storytel kann einnig að greina og tengja saman upplýsingar um þig, sem Storytel hefur aðgang að í gegnum þjónustuna eða aðrar skráningar (t.d. Facebook eða aðra veitendur samfélagsmiðla) í þeim tilgangi sem tiltekinn er í þessari grein.
7.3.
Til viðbótar við það sem að ofan greinir vinnur Storytel persónuupplýsingar þínar til þess að hindra, komast á snoðir um og rannsaka mögulegt óheimilt eða ólöglegt athæfi, þ.m.t. svik, og til þess að framfylgja skilmálum okkar (t.d. að ákvarða hvort þú eigir rétt á frírri reynsluáskrift eða öðrum tilboðum eða markaðssetningu eftir því sem við á).

8. Hver er lagalegur grundvöllur vinnslunnar?

8.1.
Meirihluti þeirra persónuupplýsinga sem Storytel vinnur um þig, eru unnar vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir framkvæmd Storytel á skilmálunum þ.e. til þess að Storytel sé kleift að veita og stjórna þjónustunni og eiginleikum hennar. Það á við um það þegar Storytel vinnur úr t.d. tengiliðaupplýsingum þínum, svo sem tölvupóstfanginu eða símanúmerinu þínu ellegar upplýsingum frá greiðsluþjónustuveitandanum.
8.2.
Sumar þeirra persónuupplýsinga sem Storytel vinnur, eru unnar á grundvelli mats á vægi hagsmuna, þ.e.a.s. lögmætir hagsmunir Storytel af úrvinnslu gagnanna vega meira en þau áhrif og áhætta sem vinnslan kann að hafa í för með sér fyrir friðhelgi þína. Það á við þegar Storytel vinnur persónuupplýsingar þínar þeim tilgangi að veita aðstoð (t.d. aðstoðarbeiðnir) eða í ákveðnum markaðssetningartilgangi, öðrum en til beinnar markaðssetningar og þegar við geymum upplýsingar um hljóðbóka/rafbóka (auk annars bókmenntaefnis) safn þitt eftir að áskrift þín hefur liðið undir lok.
8.3.
Þar að auki eru sumar persónuupplýsingar unnar á grundvelli samþykkis þíns. Það á við um vinnslu persónuupplýsinga, sem Storytel fær aðgang að í gegnum Facebook-reikninginn þinn, fyrir beina markaðssetningu á vörum og þjónustu Storytel eða samstarfsaðila Storytel. Ef þú veitir persónuupplýsingar um aðra einstaklinga, t.d. fjölskyldumeðlimi, þá ert þú ábyrgur fyrir því að tryggja að þeir veiti samþykki sitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum.
8.4.
Að svo miklu leyti sem samþykki er eini lagalegi grundvöllur vinnslunnar, er þér frjálst að veita slíkt samþykki og þú mátt hvenær sem er, að hluta eða öllu leyti, draga samþykki þitt til baka.

9. Öryggi og áreiðanleiki gagna

9.1.
Öryggi, áreiðanleiki og trúnaður persónuupplýsinga þinna eru okkur afar mikilvæg. Við höfum gert öryggisráðstafanir, sem snúa að tækni, framkvæmd og vélbúnaði, sem eru hannaðar til þess að verja persónuupplýsingar þínar, einkum gegn óheimilum aðgangi eða miðlun, notkun, breytingum, eyðileggingu og missi. Við endurskoðum reglulega öryggisverklag okkar til þess að meta þörfina á því að gera frekari öryggisráðstafanir eða framkvæma tæknilegar uppfærslur á því verklagi sem er til staðar. Vinsamlegast athugaðu að þrátt fyrir að við gerum okkar besta eru fáar öryggisráðstafanir fullkomlega órjúfanlegar og þess vegna biðjum við vinsamlegast þig að upplýsa okkur tafarlaust um grunsamlegt athæfi sem þú verður áskynja á vettvangi þjónustunnar.

10. Til hverra miðlar Storytel persónuupplýsingum þínum?

10.1.
Storytel kann að miðla persónuupplýsingum þínum til tengdra félaga, þ.e. til félaga innan Storytel samstæðunnar, viðskiptafélaga, birgja og annarra þriðju aðila í því skyni að efna samning sinn við þig eða til að efna samninga Storytel við birgja sína og viðskiptafélaga eða að öðru leyti samkvæmt þeim tilgangi sem fram kemur í persónuverndarstefnu þessari. Þetta getur átt við þegar við veitum upplýsingar til t.d. viðskiptabanka þíns til þess að tryggja fylgni og leysa úr misskilningi o.s.frv.
10.2.
Storytel kann einnig að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðju aðila í þeim tilgangi að senda þér sérsniðnar auglýsingar og markaðsefni, í þeim tilgangi að komast hjá því að senda þér óviðeigandi auglýsingar og aðrar tegundir af óviðeigandi markaðsefni, til þess að mæla árangur og ná lengra í okkar stafrænu markaðssetningu og í öðru kynningarskyni. Þetta á við þegar Storytel notar endurmarkaðssetningar aðgerðir og birtingu, áhuga og lýðfræðilegar skýrslur í Google Analytics, halar upp sérsniðnum áhorfendum til t.d. Facebook og Google og þegar við upplýsum samstarfsaðila okkar, t.d. Facebook eða Google um að tilteknar markaðsaðgerðir hafi myndað nýjan tiltekinn viðskiptavin eða fjölda nýrra viðskiptavina eftir því sem við á.
10.3.
Storytel kann einnig að láta persónuupplýsingar fyrirtækjum í té, sem vinna persónuupplýsingar fyrir okkar hönd, svo sem rekstraraðila upplýsingatæknikerfa okkar, fyrirtæki sem annast þjónustu við viðskiptamenn og tengd félög. Ef persónuupplýsingum er miðlað til slíkra fyrirtækja, sem vinna upplýsingar fyrir hönd Storytel, gerir Storytel vinnslusamninga við slíka aðila til þess að tryggja hámarksöryggi persónuupplýsinga þinna sé viðhaldið.
10.4.
Persónuupplýsingar kunna einnig að vera látnar í té, ef þörf er á, til þess að hlíta lagaskilyrðum eða skilyrðum stjórnvalda eða stofnana, til þess að vernda lagalega hagsmuni eða til þess að komast á snoðir um, hindra eða hyggja að svikum og öðrum öryggis- eða tæknimálum.
10.5.
Þar sem við erum alþjóðlegt fyrirtæki kunnum við að geyma persónuupplýsingar þínar í Evrópusambandinu (ESB) eða á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) eða á öðrum stöðum. Þegar persónuupplýsingar þínar eru fluttar milli ólíkra landa, eru þau flutt til fyrrgreindra flokka viðtakanda og í þeim tilgangi sem mælt er fyrir um í persónuverndarstefnu þessari.

11. Tenglar á önnur vefsvæði

11.1.
Upplýsingar, sem Storytel veitir, kunna að innihalda tengla á vefsvæði, sem aðrir aðilar en Storytel reka eða eiga. Storytel er ekki ábyrgt fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á þessum vefsvæðum. Storytel hvetur þig til þess að kynna þér starfsvenjur viðkomandi ábyrgðaraðila vefsvæðanna að því er varðar persónuvernd.

12. Breytingar á persónuverndarstefnunni

12.1.
Breytingar kunna að verða gerðar á þessari persónuverndarstefnu frá einum tíma til annars. Ef Storytel gerir verulegar breytingar á persónuverndarstefnunni mun Storytel upplýsa þig um það með tölvupósti, smáskilaboði eða í gegnum þjónustuna áður en breytingarnar taka gildi. Nýjasta útgáfan af persónuverndarstefnu okkar mun einnig verða birt á vefsvæði Storytel. Ef einhverjar breytingar gera það að verkum að samþykkis þíns sé þörf mun Storytel óska eftir nýju samþykki frá þér. Við hvetjum þig til þess að fara reglulega yfir persónuverndarstefnu þessa í því skyni að vera upplýst/ur um vinnsluaðgerðir okkar.

13. Réttindi þín samkvæmt ESB/EES rétti

13.1.
Ef þú ert staðsett/ur innan ESB/EES, eða persónuupplýsingar þínar eru á annan hátt unnar af aðila Storytel innan ESB/EES, nýtur þú eftirfarandi réttinda (til viðbótar við réttinn til þess að afturkalla samþykki þitt):
  • Rétturinn til aðgangs: Þú hefur rétt til þess að spyrja hvort við búum yfir persónuupplýsingum um þig og, ef svo er, krefjast upplýsinga um hvaða persónuupplýsingar það eru og hvers vegna og með hvaða hætti við vinnum þær.
  • Rétturinn til leiðréttingar: Okkur ber skylda til þess að leiðrétta óáreiðanlegar persónuupplýsingar, eða fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar, samkvæmt beiðni.
  • Rétturinn til eyðingar (rétturinn til að gleymast): Í sumum tilvikum er okkur skylt að eyða persónuupplýsingum um þig samkvæmt þinni beiðni.
  • Réttur til takmörkunar á vinnslu: Í sumum tilvikum er okkur skylt að takmarka vinnslu persónuupplýsinga um þig samkvæmt þinni beiðni. Í slíkum tilvikum, er okkur aðeins heimilt að nota persónuupplýsingarnar í tilteknum takmörkuðum tilgangi sem kveðið er á um í lögum.
  • Rétturinn til að flytja eigin gögn: Í vissum tilvikum hefur þú rétt til þess að fá persónuupplýsingar er varða þig, og við höfum aðgang að, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og eiga rétt á að senda þessar upplýsingar til annars aðila.
  • Andmælaréttur: Í sumum tilvikum getur þú mómælt notkun okkar á persónuupplýsingum þínum. Þá er hægt að krefjast þess að við hættum notkun á persónuupplýsingunum. Dæmi um þetta er þegar persónuupplýsingar eru notaðar í markaðsskyni og í þeim tilgangi að gera persónusnið.
13.2.
Vinsamlegast athugaðu að sum þeirra réttinda, sem talin eru upp hér að ofan, eiga aðeins við undir vissum kringumstæðum t.d. rétturinn til að flytja eigin gögn, sem á aðeins við þegar vinnslan fer fram á grundvelli samningsbundinnar nauðsynjar eða samþykkis og ef vinnslan er vélræn og rétturinn til þess að fá gögnum eytt, sem aðeins á við þegar upplýsingar eru unnar á grundvelli mats á vægi hagsmuna eða samþykkis. Ef þú hefur einhverjar spurningar um það hvernig Storytel vinnur persónuupplýsingar þínar, vilt neyta réttar þíns að einhverju leyti eða vilt fá að vita meira um rétt þinn getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi hætti.
13.3.
Ef þú vilt ekki að Storytel vinni persónuupplýsingar þínar í skyni beinnar markaðssetningar getur þú tilkynnt Storytel um það. Til viðbótar og fyrir hvert fréttabréf sem sent er til þín, verður þú upplýst/ur um að þú getir afþakkað að fá fleiri fréttabréf. Að því er varðar tilkynningar getur þú (í flestum sím- og snjalltækjum) afþakkað að fá slíkar tilkynningar með því að fara í „stillingar“ tækisins og ýta á „tilkynningar“, og breyta síðan stillingunum fyrir sum eða öll forritin í tækinu þínu. Að því er varðar vafrakökur þá er mælt fyrir um möguleika til að afþakka þér í stefnu Storytel varðandi vafrakökur.
13.4.
Þú hefur einnig rétt til þess að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsstofnun ef þú álítur að persónuupplýsingar þínar hafi verið unnar í andstöðu við gildandi persónuverndarlög. Ef þú ert búsett/ur á, ef vinnustaðurinn þinn er á eða ef hið meinta brot á persónuverndarlögum hefur átt sér stað á Íslandi, getur þú lagt fram kvörtun til íslenskra persónuverndaryfirvalda.

Síðast yfirfarið 2 nóvember 2018

Storytel Iceland ehf.