Velkomin í Storytel
Áður en þú kemur inn í hinn dásamlega söguheim biðjum við þig að gefa þér smá stund til að lesa þessa notkunarskilmála vandlega. Þeir eru mikilvægir því þeir ráða sambandi þínu við Storytel - og hafa sem slíkir áhrif á lagaleg réttindi þín og skyldur.
SKILMÁLAR STORYTEL
Storytel Sweden AB og hlutdeildarfélög þess (hér eftir „Storytel” „við“ eða „okkar/okkur“) býður upp á stafræna efnisveitu með sérsniðnum eiginleikum og notendamöguleikum („þjónusta“) sem gerir notendum okkar kleift (hér eftir „þú“) að nálgast hljóðbækur, rafbækur og annað efni („efni”).
Til að fá aðgang að og nota þjónustu okkar þarf að vera með virkan Storytel-reikning. Til að stofna reikning verður þú að gera lagalega bindandi samning við Storytel og samþykkja þessa skilmála eins og þeir standa á hverjum tíma.
Samband okkar við þig lýtur einnig skilmálum sem veittir eru í tengslum við áskrift þína eða notkun á þjónustu okkar (saman kallað „samningurinn“). Ef þú samþykkir ekki samninginn getur þú ekki notað þjónustuna eða fengið aðgang að eða neytt efnis sem veitt er í gegnum þjónustuna.
Nýjasta útgáfan af skilmálunum er aðgengileg á vefsíðu Storytel. Persónuupplýsingar verða unnar af Storytel í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Storytel og í Þjónustuverinu okkar.
1. Aldurstakmark og hæfisskilyrði fyrir reikninga
1.1.
Til að ganga að samningnum og fá aðgang að þjónustu okkar verður þú að:
- a) vera að minnsta kosti átján (18) ára og eða hafa á annan hátt heimild og lagalegt hæfi til að ganga að þessum samningi samkvæmt lögum í landinu þar sem boðið er upp á þjónustuna;
- b) hafa heimilisfesti í landinu þar sem þjónustan er boðin;
- c) veita réttar persónuupplýsingar þegar þess er óskað;
- d) gefa upp gildan greiðslumáta;
Storytel-áskrift
2. Upplýsingar um áskriftarleiðir Storytel
2.1.
Storytel býður upp á ýmsar áskriftarleiðir („áskriftarleiðir“). Áskrifarleiðirnar í boði í þínu landi koma fram á vefsíðu Storytel og/eða smáforritinu („app“).
2.2.
Þú getur keypt áskrift að þjónustunni annað hvort beint frá okkur í gegnum vefsíðu okkar eða frá þriðja aðila í gegnum appið („app áskrift“). Kaupmöguleikarnir sem eru í boði fyrir þig geta verið mismunandi eftir landi þínu og tæki. Aðgangur þinn að þjónustunni fer eftir áskriftarleiðinni sem þú hefur valið. Upplýsingar um áskriftarleið þína eru aðgengilegar á reikningnum þínum á vefsíðu Storytel. Við kunnum að breyta eða fjarlægja áskriftarleið, eiginleika eða notendamöguleika að vild af ástæðum eins og endurbótum á þjónustu, samræmi, lagalegum eða tæknilegum kröfum. Ef slíkar breytingar hafa neikvæð áhrif á áskriftarleiðina þína munt þú fá tilkynningu um það og getur sagt áskriftinni upp áður en breytingin tekur gildi.
2.3.
Þú getur skipt yfir í aðra áskriftarleið með því að hafa samband við Storytel, fara á Storytel-vefsíðuna og/eða appið eða með því að hafa samband við þann þriðja aðila sem þú keyptir áskriftina af. Við gætum leyft þér að skipta um áskriftarleið áður en núverandi greiðslutímabili lýkur, eftir okkar mati.
2.4.
Við gætum boðið upp á fjöldaáskriftir eða einstaklingsáskriftir. Nema annað sé tekið fram eru áskriftarleiðirnar sem boðið er upp á einstaklingsáskriftir.
2.5.
Fyrir einstaklingsáskriftir veita áskriftarleiðirnar aðeins einum einstaklingi aðgang að efninu eins og það er í boði á hverjum tíma.
2.6.
Fyrir fjöldaáskrift verður sá sem er að borga fyrir áskriftina stjórnandi og getur boðið öðrum að nota áskriftina. Allir notendur þurfa Storytel-reikning. Stjórnandinn getur einnig afturkallað boð og aðgang. Þessu er hægt að stýra í gegnum vefsíðu Storytel. Fjöldaáskrift er að jafnaði takmörkuð við heimili stjórnanda, nema annað sé tekið fram fyrir viðeignadi fjöldaáskriftarleið.
2.7.
Storytel býður upp á áskriftarleiðir sem annaðhvort eru með tímatakmörkunum eða ekki.
2.8.
Fyrir áskriftarleiðir með tímatakmörkunum er ekki hægt að njóta hljóðbóka eða rafbóka það sem eftir er af greiðslutímabilinu þegar þú hefur náð hámarksfjölda klukkustunda. Ónotaður tími færist ekki yfir á næsta reikningstímabil nema annað sé tekið fram fyrir viðeigandi áskriftarleið. Fjöldi klukkustunda sem þú færð endurnýjast á fyrsta degi hvers reikningstímabils, venjulega á þeim degi sem áskriftin kemur til greiðslu.
2.9.
Ef áskriftarleiðin þín leyfir flutning ónotaðs tíma á næsta tímabil er hægt að flytja þann fjölda klukkustunda sem sagt er til um á vefsíðu Storytel eða í skráningarferlinu en aðeins þangað til þú segir upp áskriftinni. Upplýsingarnar um allar vistaðar klukkustundir eru einnig fáanlegar undir áskriftarstillingum þínum á Storytel vefsíðunni og appinu.
2.10.
Þegar þú hlustar á hljóðbækur eru tímamörkin reiknuð út frá sjálfgefnum hlustunarhraða (1,0x). Þetta þýðir að þú hefur aðgang að sama magni af efni óháð vali þínu á hlustunarhraða. Ef þú hlustar til dæmis á 2,0x hraða getur þú hlustað í helmingi færri raunklukkutíma en á 1,0x hraða. Fyrir rafbækur er tíminn reiknaður út frá fjölda stafa og mynda sem eru sýndir á hverri síðu sem þú skoðar. Það þýðir að sami tíminn er notaður, sama hversu hratt þú lest síðuna.
3. Kynningar- og prufutilboð og aðrar herferðir
3.1.
Áskriftin þín gæti byrjað með kynningartilboði eða öðru herferðartilboði („kynningartilboð“). Kynningartilboð gera nýjum notendum kleift að prófa þjónustuna ókeypis eða fyrir lægra verð. Hver einstaklingur má aðeins nota kynningartilboð einu sinni. Við eða þriðji aðilinn sem þú keyptir áskriftina þína í gegnum, höfum ákvörðunarvald til að meta hæfi þitt til að nýta kynningartilboð og getum takmarkað tilboðið til dæmis til að koma í veg fyrir misnotkun. Við gætum notað netfang reiknings eða önnur auðkenni til að ákvarða hæfi. Við áskiljum okkur rétt til að afturkalla eða hætta við kynningartilboð ef við komumst að því að þú uppfyllir ekki skilyrðin. Þér er óheimilt að sameina kynningar- og prufuáskriftir eða herferðartilboð við önnur tilboð. Fyrir kynningar- og prufutilboð gætum við veitt þér aðgang að takmörkuðum áskriftarleiðum, t.d. með því að takmarka fjölda tiltækra klukkustunda á prufutímabilinu þínu og/eða setja aðrar takmarkanir að eigin ákvörðun.
3.2.
Þegar þú skráir þig fyrir kynningarprufutilboð samþykkir þú að við rukkum sjálfkrafa venjulegt áskriftarverð áskriftarleiðarinnar eftir að kynningartilboðinu lýkur. Ef þú segir upp áskriftinni þinni fyrir fyrstu greiðslu munt þú ekki þurfta að greiða yfir höfuð eða a.m.k. ekki þurfa að greiða fullt venjulegt verð eftir að kynningu og áskriftinni lýkur. Kynningartilboði lýkur sjálfkrafa þegar þú hefur notað ókeypis klukkustundirnar sem þér voru veittar eða þegar takmarkaða tímabilinu lýkur, nema annað sé tekið fram á Storytel-vefsíðunni eða þér veitt þegar þú skráir þig.
4. Gjafabréf
4.1.
Við kunnum að bjóða upp á mismunandi gerðir af gjafabréfum. Sum þessara eru tengd tiltekinni áskriftarleið og er aðeins hægt að nota með viðeigandi áskriftarleið. Ef þú virkjar gjafabréf á meðan þú ert með greidda áskrift beint í gegnum Storytel (ekki í gegnum þriðja aðila), verður gert hlé á greiddu áskriftinni í þann tíma sem gjafabréfið gildir.
5. Gjöld og greiðsla
5.1.
Áskriftargjöld okkar eru sýnd á vefsíðu Storytel og/eða í appinu. Sérstakt gjald fyrir áskriftarleiðina þína verður einnig tilkynnt þér þegar þú skráir þig. Gjöld okkar geta verið breytileg eftir tíma en það fer eftir greiðslumáta sem notaður er og munu útiloka allan kostnað eða gjöld frá net- eða fjarskiptaþjónustuveitunni þinni.
5.2.
Við gætum breytt áskriftargjaldi vegna ýmissa þátta, þar á meðal vegna verðbólgu, endurbóta og stýringar á þjónustu og eða aukinna greiðslna til rétthafa. Ef gjaldinu er breytt munum við láta þig vita með að minnsta kosti 30 daga fyrirvara, sem gefur þér nægan tíma til að segja upp áskriftinni áður en breytingin tekur gildi.
5.3.
Við munum rukka áskriftargjaldið fyrirfram fyrir valið greiðslutímabil, frá og með virkjunardegi. Greiðslutímabilið verður 30 dagar eða lengur, allt eftir áskriftarleið þinni. Ef þú hefur skráð þig í kynningar- og prufutilboð munum við rukka þig eftir að kynningartilboðinu lýkur.
5.4.
Með því að skrá þig í áskriftarleið biður þú um að við byrjum að afhenda þjónustuna strax. Storytel býður ekki upp á endurgreiðslur eða inneign þegar áskriftin hefst. Innheimtutímabilið þitt fer eftir áskriftarleiðinni sem þú hefur valið.
5.5.
Athugaðu að ef þú greiðir beint til okkar gætum við neitað eða lokað á tiltekin kreditkort eða aðra greiðslumáta hvenær sem er, til dæmis ef þau eru ekki gefin út í landinu þar sem þjónustan er í boði. Þú getur uppfært greiðslumátann þinn á Storytel-vefsíðunni í reikningsstillingunum. Eftir uppfærslu getum við haldið áfram að innheimta útistandandi fjárhæð með nýja greiðslumátanum
5.6.
Ef þú hefur keypt áskriftina í gegnum þriðja aðila gilda greiðsluskilmálar þriðja aðila.
6. Réttur til að falla frá samningi, riftun og gildistími
6.1.
Þú hefur rétt til að afturkalla kaup þín á Storytel-áskrift innan fjórtán (14) daga frá kaupdegi. Til að segja upp samningnum verður þú að taka skýrt fram að þú viljir segja þig frá samningnum. Skilaboðin verða að berast okkur fyrir lok frestsins til að falla frá samningnum. Þú getur notað eyðublaðið til að falla frá samningnum neðst í þessum skilmálum til að nýta rétt þinn til að falla frá honum.Ef þú fellur frá samningnum, lýkur áskriftinni þinni strax og við endurgreiðum greiðsluna þína eins fljótt og auðið er, við munum draga frá upphæð í hlutfalli við notkun þína á þjónustunni, fram að þeim tíma sem þú féllst frá samningnum. Endurgreiðsla fer fram innan 14 daga og á sama greiðslumáta og notaður var við kaupin nema samið sé um annað.
6.2.
Þú getur sagt upp áskriftinni þinni undir reikningsstillingum þínum á vefsíðu Storytel, í appinu ef þú hefur keypt áskrift í forritinu eða með því að hafa samband við Storytel hjálparmiðstöðina. Ef þú hefur skráð þig í áskriftina í gegnum þriðja aðila verður þú að segja upp áskriftinni þinni í gegnum þann þriðja aðila. Ef þú segir upp áskriftinni mun hún renna út í lok viðkomandi reikningstímabils. Ef þú hefur nýtt þér kynningar- og prufuáskrift, sem er ekki enn útrunnin, lýkur áskriftinni strax og þú segir henni upp. Athugaðu að vegna tæknilegra krafna er ekki hægt að breyta eða segja upp áskriftinni þinni, þar með talið greiðslumáta, á síðustu klukkustundinni áður en næsta greiðslutímabil hefst.
6.3.
Ef þú segir ekki upp áskriftinni þinni fyrir endurnýjunardag endurnýjast áskriftin sjálfkrafa í næsta greiðslutímabil. Þú samþykkir að við munum rukka þig um áskriftargjaldið fyrir næsta reikningstímabil með þeim greiðslumáta sem þú valdir, samkvæmt samningnum.
6.4.
Við áskiljum okkur rétt til að segja upp áskrift þinni ef við komumst að því, byggt á fyrirliggjandi staðreyndum, að þú sért ekki staðsettur í landinu þar sem við bjóðum upp á áskriftarleiðina sem þú keyptir.
6.5.
Ef þú hefur keypt áskriftina af þriðja aðila gilda skilmálar þess aðila í stað þeirra sem koma fram í kafla 6.
Almennir skilmálar
7. Afhending þjónustu
7.1.
Ef þú kaupir áskrift eða aðgang að efni í gegnum vefsíðu Storytel er þjónustan seld þér af Storytel Iceland ehf, kt. 570504-3040, Skeifunni 17, 108 Reykjavík, Ísland.
7.2.
Ef þú kaupir þjónustuna af þriðja aðila er þjónustan seld þér af þeim þriðja aðila nema annað sé tekið fram.
7.3.
Óháð því hvernig þú kaupir þjónustuna er fyrirtækið sem veitir þér þjónustuna Storytel Sweden AB, með kennitölu 556696-2865 og með heimilisfang í Box 24167, 104 51 Stokkhólmi, Svíþjóð.
8. Notkunþjónustunnar
8.1.
Við bjóðum upp á sérsniðna stafræna þjónustu til að streyma og hlaða niður (til notkunar í smáforritinu án nettengingar) efni á gjaldgengum tækjum. Með fyrirvara um skilmála þessa samnings er þér veittur takmarkaður, afturkallanlegur, réttur til að nota þjónustuna, rétturinn er ekki einkaréttur og er ekki framseljanlegur. Til að nota þjónustuna þarf gjaldgengt tæki eða aðgang að stafrænum vettvangi samstarfsaðila Storytel með uppsettu Storytel appi eða hugbúnaði. Notendamöguleikar geta verið mismunandi eftir tækjum og kerfum. Þú getur fundið tæknilegar kröfur, upplýsingar um samstarfsaðila og viðurkennda greiðslumáta á vefsíðu Storytel.
8.2.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta tæknilegum skilyrðum fyrir notkun þjónustunnar sem og til að breyta, bæta við eða fjarlægja samstarfsaðila og greiðslumáta hvenær sem er. Slíkar breytingar verða birtar á vefsíðu Storytel.
8.3.
Við uppfærum hugbúnaðinn okkar reglulega til að tryggja öryggi og bæta notendaupplifunina. Þess vegna gætum við stundum krafist þess að þú uppfærir útgáfuna af forritinu.
8.4.
Þjónustan er til persónulegrar, ekki viðskiptalegra nota samkvæmt samningnum. Þú og allir sem nota reikninginn þinn mega ekki:
- a) stunda sviksamlega eða ólöglega starfsemi,
- b) skrifa ósviknar eða falsaðar umsagnir eða villa um fyrir öðrum viðskiptavinum viljandi á annan hátt;
- c) trufla þjónustuna;
- d) valda Storytel, hlutdeildarfélögum eða þriðja aðila skaða;
- e) taka þátt í óeðlilegu notkunarmynstri sem víkur greinilega frá eðlilegri notkun, þar með talið óhófleg neysla á efni;
- f) hagnýta sér í hvaða tilgangi sem er (viðskiptalega eða á annan hátt), afrita, breyta aðlaga, búa til afleidd verk, sýna, dreifa, senda, selja, leigja, leigja, lána, veita undirleyfi eða dreifa efni eða hluta þjónustunnar;
- g) nota efnið fyrir texta- og gagnavinnslu eins og kveðið er á um í tilskipun ESB 2019/790 um höfundarrétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum (eins og hún er innleidd í aðildarríkjunum),
- h) endurdreifa, sniðganga eða slökkva á kerfum sem vernda efniðefnisverndarkerfi eða stafrænu stjórntæki réttinda sem notað er í þjónustunni;
- i) taka í sundur, afturhvarfshönnun(e. reverse engineer) eða einfalda þjónustuna á annan hátt í lesanlegt form á mannamáli;
- j) fjarlægja auðkenningar, höfundarrétt eða aðra eignarréttar fyrirvara; eða
- k) fá aðgang að eða nota þjónustuna á ólöglegan eða óheimilan hátt eða á þann hátt sem bendir til tengsla við vörur okkar, þjónustu eða vörumerki.
8.5.
Notkun þjónustunnar og/eða efnisins sem brýtur í bága við kafla 8.4 skal ávallt teljast efnislegt brot á samningi þessum sem leiðir til riftunar, sjá kafla 12, og getur leitt til þess kröfu umbrot á höfundarrétti.
8.6.
Þú verður að hafa eftirlit með reikningnum þínum til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang. Þú skuldbindur þig einnig til að fylgja öryggisleiðbeiningum um lykilorð og munt ekki deila lykilorðinu þínu eða öðrum persónuupplýsingum sem tengjast reikningnum þínum með öðrum. Ef aðrir nota þjónustuna á þínum reikningi, verður þú að tryggja að þeir uppfylli samninginn og þú berð ábyrgð á gjörðum þeirra. Þú átt engan rétt á því að framselja réttindi þín og skyldur samkvæmt samningnum, nema þú hafir skriflega heimild frá Storytel til þess.
8.7.
Það er á þína ábyrgð að upplýsa Storytel um allar breytingar á innskráningar- og/eða greiðslu upplýsingum, sérstaklega hvað varðar netfangið eða símanúmerið sem þú notaðir til að stofna reikninginn þinn.
8.8.
Þú berð ábyrgð á öllu efni sem búið er til af notanda (til dæmis umsagnir og prófílmynd) sem þú býrð til og deilir í þjónustunni eða á hverjum þeim vettvangi sem tengist þjónustunni (til dæmis samfélagsmiðlum) („efni búið til af notendum“). Þú verður einnig að tryggja að þú hafir öll réttindi á slíku efni frá notanda. Allt efni sem notendur veita verður að vera í samræmi við skilmála þessa samnings og samfélagsstefnu Storytel. Þú mátt ekki deila neinu efni sem búið er til af notendum sem getur talist ólöglegt, móðgandi, niðurlægjandi, ruddalegt, ærumeiðandi, felur í sér mismunun, brot á friðhelgi einkalífs eða brýtur í bága við réttindi þriðja aðila. Við höfum ákvörðunarvald til að fylgjast með, skoða, fjarlægja eða slökkva á aðgangi að hvaða efni sem er búið er til af notendum hvenær sem er.
8.9.
Þú veitir okkur hér með rétt til, annaðhvort beint eða í gegnum þriðja aðila, að nota efnið frá þér, í upprunalegu eða breyttu formi, í þjónustunni án takmarkana við tíma eða stað og án endurgjalds. Þú getur fjarlægt notenda efnið úr þjónustunni hvenær sem er. Réttindin sem okkur eru veitt fela í sér réttinn til að nota umsagnir þínar (án myndar þinnar eða nafns) í þeim tilgangi að markaðssetja Storytel, þjónustuna, efnið, leyfisveitendur eða viðskiptafélaga, í hvers kyns miðlum og kerfum.
9. Efnissíur og ósjálfráða einstaklingar
9.1.
Við munum stundum bjóða uppsettar valfrjálsar efnissíur í þjónustunni, til dæmis „Kids Mode“ eða svipaðar síur sem ætlaðar eru fyrir ólögráða einstaklinga. Þessar síur byggja á upplýsingum frá þriðja aðila, eins og útgefendum efnisins. Þú viðurkennir að við getum ekki ábyrgst fullkomna nákvæmni þessara sía eða tryggt að þær útiloki alltaf allt efni sem á ekki við eins og þeim er ætlað.
9.2.
Þú viðurkennir að þjónustan getur innihaldið efni sem er ekki viðeigandi eða hentugt fyrir ólögráða einstaklinga og samþykkir að leyfa ekki ólögráða börnum að fá aðgang að þjónustunni án þíns eftirlits, óháð því hvort þú hefur valið að nota tiltæka efnissíu eða ekki.
10. Efni og hugverkaréttur
10.1.
Efnið í þjónustunni er í stöðugri þróun og því getur verið breytt, það fjarlægt eða uppfært án fyrirvara til að bæta þjónustuna eða fylgja lagalegum kröfum, hugverkaréttindum, beiðnum rétthafa, samningum við þriðja aðila, innri efnisstefnu okkar eða öðrum viðskiptalegum sjónarmiðum. Innihaldið sem boðið er upp á, og hvernig það er kynnt þér, getur einnig verið breytilegt frá einum tíma til annars vegna annarra þátta. Þessir þættir geta falið í sér landið sem þú ert í, notkun þín á tilteknu efni eða magn efnis sem þú hefur notað.
10.2.
Þjónustan og efnið er höfundarréttarvarin eign okkar og/eða leyfisveitenda okkar. Öll hugverkaréttindi þ.m.t. vörumerki, þjónustumerki, vöruheiti, vöruímynd, lénsheiti, einkaleyfi, uppfinningar, viðskiptaleyndarmál, höfundarréttindi, gagnagrunnsréttindi og þekking sem felst í þjónustunni eða efninu eru í eigu okkar eða leyfisveitenda okkar, eða fyrirtækja sem eru tengd okkur. Þú mátt aðeins nota þætti þjónustunnar eða efnisins sem hluta af þjónustunni sem þér er veitt og sérstaklega er leyft samkvæmt samningnum.
10.3.
Við framseljum engin réttindi eða titil til þjónustunnar eða hluta hennar, né efnisins eða hluta hennar, til þín. Að auki veitir ekkert í þessum samningi þér leyfi eða rétt til að nota hvaða vörumerki sem er birt á eða innan þjónustunnar eða efnisins.
11. Efni, tenglar og þjónusta þriðja aðila
11.1.
Við berum ekki ábyrgð á og ábyrgjumst ekki gæði eða öryggi tengla og/eða annarra þátta sem eru búnir til af þriðja aðila og eru aðgengilegir í þjónustunni, á vefsíðu okkar eða spjallborðum frá Storytel, bæði innan og utan þjónustunnar.
11.2.
Þjónustan getur samþætt, verið samþætt við eða veitt í tengslum við þjónustu og efni þriðja aðila. Það er ekkivíst aðvið stjórnum þessari þjónustu þriðja aðila eða innihaldi þeirra og þær kunna að hafa sérstaka skilmála. Þú ættir að lesa vandlega alla samninga, notkunarskilmála og/eða persónuverndarstefnur sem kynntar eru þér og eiga við um slíka þjónustu og/eða efni þriðja aðila.
12. Frestun og uppsögn
12.1.
Við getum lokað aðgangi þínum að þjónustunni eða sagt samningnum upp hvenær sem er, án fyrirvara eða endurgreiðslu, ef þú brýtur samninginn eða brýtur lög, reglur eða reglugerðir.
12.2.
Komi til seinkunar/vanskila á greiðslu höfum við rétt á að rukka þig um hæfilega dráttarvexti, áminningargjöld og lögleg innheimtugjöld þar sem við á. Við áskiljum okkur einnig rétt til að stöðva eða loka aðgangi þínum að þjónustunni. Gerist slíkt er hægt skrá sig inn á reikninginn sinn á vefsíðu Storytel með innskráningarupplýsingum þínum og lykilorði til að virkja áskriftina á ný. Ef þú hefur keypt áskriftina í gegnum þriðja aðila skal hafa samband við þriðja aðilann til að endurvirkja áskriftina þína.
12.3.
Uppsögn hefur ekki áhrif á réttindi eða skyldur aðila samkvæmt 8. og 10. kafla eða öðrum skilmálum samningsins sem í eðli sínu haldast í gildi jafnvel eftir uppsögn samningsins. Þegar samningurinn rennur út eða honum sagt upp, af hvaða ástæðu sem er, hætta öll leyfi sjálfkrafa og allur réttur flytjst til Storytel.
13. Réttindi og skyldur Storytel
13.1.
Við munum hafa samband viðþig af og til. Öll samskipti milli Storytel og þín verða í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel.
13.2.
Við stefnum að því að geraþjónustuna aðgengilega allan sólarhringinn. Hins vegar veitum við ekki tryggingu fyrir því að þjónustan verði alltaf laus við villur eða truflanir. Ef það eru einhverjar bilanir eða truflanir sem hafa áhrif á þjónustuna, skulum við eiga þess kost að lagfæra þær án þess að það teljist brot gegn ákvæðum samningsins. Storytel hefur einnig rétt til að loka þjónustunni tímabundið vegna nauðsynlegrar uppfærslu og viðhalds.
13.3.
Ef þú ert með Storytel áskrift og hefur ekki tengst þjónustunni í þrjátíu (30) daga eða lengur getum við lokað aðgangi þínum að þjónustunni þangað til þú tengist á ný. Þetta er gert til að tryggja það þú sért enn með virka áskrift að þjónustunni og til að stýra uppfærslum á efninu.
13.4.
Við höfum rétt á, að fullu eða að hluta, til að flytja réttindi okkar og skyldur á grundvelli samningsins til þriðja aðila. Við höfum einnig rétt til að ráða undirverktaka til að uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt samningnum. Breytingar sem geta haft áhrif á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna verða framkvæmdar í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel.
13.5.
Við kunnum að breyta samningnum að eigin vali. Ef þessar breytingar hafa neikvæð áhrif á þjónustuna eða áskriftina þína verður þér tilkynnt með tölvupósti, textaskilaboðum eða tilkynningu í gegnum þjónustuna að minnsta kosti þrjátíu (30) dögum áður en breytingarnar taka gildi. Þú getur sagt upp áskriftinni þinni fyrir breytingar ef þú vilt. Áframhaldandi notkun þín á þjónustunni þýðir að þú samþykkir breytingarnar. Lestu tilkynningar frá okkur vandlega. Til að segja upp áskriftinni þinni vegna slíkra uppfærslna eða breytinga á samningnum skal fylgja leiðbeiningunum í kafla 6.
14. Viðurlög og útflutningseftirlit
14.1.
Þú mátt ekki nota, fá aðgang að eða á annan hátt flytja út eða endurútflytja vörurnar eða þjónustuna nema sérstaklega sé leyft í þessum skilmálum og að því marki sem gildandi lög leyfa. Sérstaklega, en án takmarkana, er ekki heimilt að flytja út, endurútflytja eða á annan hátt gera þjónustuna aðgengilega (a) til lands eða svæðis sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt viðskiptabann á, eða (b) til neins aðila sem er skráður á lista yfir bannaða aðila eða háð refsiaðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar, ESB, Bretland eða önnur lönd hafa sett á. Með því að nota þjónustuna staðfestir þú og ábyrgist að þú sért ekki staðsettur í slíku landi eða listaður á slíkum lista.
15. Gildandi lög og úrlausn ágreiningsmála
15.1.
Samningurinn fellur undir og er túlkaður í samræmi við sænsk lög, að undanskildum meginreglum þeirra um árekstur lagaákvæða. Hins vegar mun þetta ekki takmarka neins konar neytendaverndarrétt sem þú gætir átt samkvæmt lögum í þínu búsetulandi ef ágreiningur myndast við ofangreint.
15.2.
Ef þú ert óánægður með þjónustuna, efnið sem er aðgengilegt í henni eða samninginn, er eina úrræðið að hætta notkun á þjónustunni. Við munum ekki í neinu tilviki bera ábyrgð á hvers kyns óbeinu tjóni og þú samþykkir að öll ábyrgð takmarkist við þá upphæð sem þú hefur greitt til Storytel á tólf mánuðum fyrir kröfu þína. Storytel ber ekki ábyrgð á truflunum á netaðgangi þínum.
15.3.
Komi upp ágreiningur milli þín og Storytel sem ekki er hægt að leysa milli aðila, má vísa deilunni til Allmänna reklamationsnämnden (ARN), Box 174, 101 23 Stokkhólmi, www.arn.se. Að öðrum kosti skal ágreiningurinn leystur af almennum dómstólum í Svíþjóð eða samkvæmt lögboðnum lögum búsetulands þíns ef hann stangast á við ofangreint. Að auki býður framkvæmdastjórn ESB upp á vefsíðu til að leysa deilumál á netinu, tileinkað því að aðstoða neytendur og kaupmenn við að leysa deilur sínar utan dómstóla, en hana er að finna á
http://ec.europa.eu/consumers/odr/.
16. Samskiptaupplýsingar
16.1.
Þú getur haft samband við okkur með neðangreindum leiðum:
17. Eyðublað til að falla frá samningnum
Ég tilkynni hér með að ég segi upp samningi mínum varðandi eftirfarandi áskrift:
- Kaupdagur:
- Nafn:
- Netfang:
Undirskrift (aðeins ef sent er með pósti):
Síðast yfirfarið 28. nóvember 2024
Storytel Iceland ehf.