NOTENDASKILMÁLAR

Storytel Iceland ehf., kt. 570504-3040, vsk númer 10240 Skeifunni 17, 108 Reykjavík, netfang: [email protected] , (hér eftir nefnt „Storytel“ eða „við“) býður upp á stafræna áskriftarþjónustu sem gerir þér sem notanda kleift að streyma og/eða hlaða niður tímabundið hljóðbókum og rafbókum á farsímann þinn eða önnur nettengd tæki („þjónustan“). Skilmálar og skilyrði notendaskilmálanna („skilmálarnir“) eiga við þinn (hér eftir og eftir því sem við á „þú“ eða „notandinn“) aðgang að og/eða notkun þjónustunnar, þar með talið en ekki einskorðað við þegar þú gerist áskrifandi að einhverri áskrift, sem Storytel býður upp á, notar viðbótarþjónustu eða vöru frá Storytel, notar gjafabréf eða tekur tilboði um fría reynsluáskrift. Þjónustan, sem fellur undir þessa skilmála, er markaðssett sem Storytel og gefin út af Storytel Iceland ehf.

Til þess að undirgangast þessa skilmála og í kjölfarið verða áskrifandi að þjónustunni verður þú að vera a.m.k. átján (18) ára að aldri og/eða vera að öðru leyti heimilt að gera samninga og samþykkja að vera bundinn af skilmálunum.

Með því að stofna reikning í þeim tilgangi að nota þjónustuna og/eða smella í viðeigandi valreit eftir því sem við á, gengur þú að og samþykkir að hlíta skilmálunum. Með því að stofna reikning og smella í viðeigandi valreit, ert þú meðvitaður um og samþykkir einnig að Storytel vinni úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel. Það að ganga að skilmálunum er forsenda þess að fá aðgang að þjónustunni og heimild til þess að nota hana. Skilmálarnir lýsa því að uppfylltum hvaða skilyrðum þjónustan stendur þér til boða og koma í stað fyrri skilmála og skilyrða.

Viðbótarskilmálar og -skilyrði kunna að gilda um suma hluta þjónustunnar, svo sem reglur um tiltekna samkeppni, viðbótarþjónustu eða aðrar aðgerðir, ellegar skilmála sem fylgja kunna tilteknu efni, vörum eða hugbúnaði sem er aðgengilegur í gegnum þjónustuna. Ef þörf er á viðbótarskilmálum og -skilyrðum verða þau kynnt þér í tengslum við viðkomandi aðgerðir eða vörur. Hvers kyns viðbótarskilmálar og -skilyrði, sem Storytel kann að setja fram, koma til fyllingar skilmálum þessum og munu, ef þau stangast á við þá, ganga framar skilmálum þessum.

Með því að ganga að þessum skilmálum samþykkir þú og viðurkennir að Storytel megi segja upp samningnum ellegar loka hvenær sem er aðgangi þínum að þjónustunni tímabundið ef þú uppfyllir ekki einhver ákvæði þessara skilmála.

1. ÞJÓNUSTAN

1.1.
Notkun þjónustunnar kann að fela í sér að hlusta á hljóðbækur, lesa rafbækur eða nota annað efni eða vörur sem Storytel lætur í té. Þjónustuna má einvörðungu nota í persónulegu skyni.
1.2.
Einungis aðilar sem eru búsettir innan ESB/EES mega nota þjónustuna. Það efni sem í boði er í þjónustunni kann að vera mismunandi frá einu svæði til annars þar sem þjónustan er aðgengileg. Upplýsingar um það efni sem er í boði á þínu svæði eru aðgengilegar á www.storytel.is.
1.3.
Til þess að nota þjónustuna þarft þú annað hvort að hafa aðgang að nettengdum farsíma, spjaldtölvu eða einkatölvu ellegar að Storytel-appinu á rafrænum vettvangi einhvers samstarfsaðila Storytel. Uppfærðan og tæmandi lista yfir tæknilegar kröfur til þess að geta notað þjónustuna sem og heildarlista yfir samstarfsaðila Storytel má finna á vefsíðu Storytel (www.storytel.is).
1.4.
Storytel áskilur sér rétt til þess að breyta tæknilegum kröfum fyrir notkun þjónustunnar og til þess að breyta, bæta við eða fjarlægja samstarfsaðila frá einum tíma til annars. Storytel mun gera sitt besta til að tilkynna þér í tölvupósti um hvers kyns breytingar, sem kunna að takmarka tæknilega möguleika þína til þess að nota þjónustuna, eigi síðar en þrjátíu (30) dögum áður en slíkar breytingar taka gildi. Hins vegar áskilur Storytel sér rétt til þess að bæta við eða fjarlægja samstarfsaðila hvenær sem er án undangenginnar tilkynningar þar um.
1.5.
Notandinn samþykkir að nota þjónustuna, að meðtöldum öllum eiginleikum hennar, í samræmi við þessa skilmála og öll gildandi lög, reglur og reglugerðir eða aðrar takmarkanir á notkun þjónustunnar eða efnis sem hún inniheldur.

2. FRÍ REYNSLUÁSKRIFT

2.1.
Þú getur byrjað áskrift þína með því að reyna þjónustuna án endurgjalds í tiltekinn tíma („frí reynsluáskrift“). Hin fría reynsluáskrift stendur í fjórtán (14) daga eða þann tíma sem tiltekinn er þegar þú stofnar reikning og er henni ætlað að gera notendum kleift að prófa þjónustuna endurgjaldslaust áður en þeir taka ákvörðun um að kaupa mánaðaráskrift.
2.2.
Þegar þú skráir þig í fría reynsluáskrift munt þú sjálfkrafa færast yfir í mánaðaráskrift að loknum reynslutímanum nema þú segir upp áskriftinni að þjónustunni fyrir síðasta dag reynsluáskriftarinnar en í því tilfelli munt þú ekki verða krafinn um greiðslu og áskriftinni verður lokað.
2.3.
Það er ætlun Storytel að bjóða þér fría reynsluáskrift einu sinni. Þar af leiðandi mun notandi, sem þegar hefur tekið tilboði um fría reynsluáskrift, ekki geta nýtt frekari tilboð um fría reynsluáskrift í tuttuguogfjóra (24) mánuði frá þeim degi er fría reynsluáskriftin rann út. Storytel hefur fullt og óskorað vald til þess að ákvarða um réttinn til þess að njóta frírrar reynsluáskriftar og Storytel getur takmarkað þann rétt í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun á frírri reynsluáskrift og/eða brot á skilmálunum. Storytel áskilur sér rétt til þess að rifta eða binda endi á fría reynsluáskrift ef Storytel ákvarðar að sínu mati að notandi hafi ekki rétt til þess að njóta hennar. Notandinn má ekki nýta tilboð um fría reynsluáskrift samhliða öðrum tilboðum.

3.VERÐ OG GREIÐSLUR

3.1.
Storytel starfar með ótengdum greiðsluþjónustum, allar greiðslur vegna þjónustunnar verða framkvæmdar til slíkra aðila.
3.2.
Áskriftir eru greiddar fyrirfram mánaðarlega þar til notandinn velur að segja upp áskrift sinni. Þegar um mánaðarlegar greiðslur er að ræða er notandinn krafinn um greiðslu á þrjátíu (30) daga fresti, frá og með þeim degi er notandi virkjar áskrift, eða í þeim tilvikum þar sem áskrift hefur hafist með frírri reynsluáskrift þá frá þeim degi er slík frí reynsluáskrift rennur sitt skeið nema að áskriftinni hafi verið sagt upp af þér fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum getur dagsetning greiðslukröfunnar breyst, til dæmis ef ekki reynist mögulegt að staðfesta gildistímann á greiðslukorti notandans.
3.3.
Verð fyrir þjónustuna eru birt á vefsíðu Storytel. Í öllum verðum er innifalinn virðisaukaskattur (vsk.). Greiðsla er framkvæmd með kredit-/debitkorti eða öðrum greiðslumáta sem Storytel upplýsir notandann um á hverjum tíma. Verð kunna að vera mismunandi eftir þeirri greiðsluaðferð sem valin er. Ef verð eru mismunandi þá mun Storytel miðla þeim upplýsingum á vefsíðu sinni í tengslum við almennar upplýsingar um verð.
3.4.
Verð taka ekki með í reikninginn hvers kyns kostnað vegna gagnaflutninga eða gjöld sem veitandi net- eða fjarskiptaþjónustu notandans kann að fara fram á í samræmi við samning notandans við slíkan þjónustuveitanda.
3.5.
Komi til vanskila áskilur Storytel sér rétt til þess að loka á aðgang þinn að þjónustunni. Þú getur endurvirkjað aðgang þinn að þjónustunni með því að hafa samband við Storytel á www.storytel.is eða með því að senda Storytel tölvupóst úr því tölvupóstfangi sem skráð er á reikning þinn.

4.GJAFAKORT

Þegar þú skráir þig með því að nota Storytel-gjafakort gengur þú að og samþykkir þessa skilmála undir sömu skilmálum og skilyrðum og greiðandi áskrifandi að þjónustunni að undanskildum þeim ákvæðum um greiðslur sem kveðið er á um í þessum skilmálum. Sem handhafa Storytel-gjafakorts mun þér verða veittur fullur aðgangur að þjónustunni allan gildistíma gjafakortsins. Þegar gildistími gjafakortsins rennur út mun aðgangi að þjónustunni sjálfkrafa verða lokað nema þú skráir þig sem borgandi áskrifanda. Ef þú hins vegar virkjar Storytel-gjafakort verandi þá þegar áskrifandi að þjónustunni mun Storytel tímabundið fresta kröfunni um greiðslu fyrir þjónustuna þar til gildistími gjafakortsins rennur út en þá munt þú sjálfkrafa halda áfram sem greiðandi mánaðarlegrar áskriftar.

5.UPPSÖGN

5.1.
Þegar þú skráir þig sem notanda að þjónustunni hefur þú fjórtán (14) daga aðlögunartíma í samræmi við Lög um neytendasamninga nr. 16/2016. Aðlögunartíminn hefst um leið og notandi skráir sig, á fyrsta greiðsludegi fyrir þjónustuna eða, ef notandinn hefur skráð sig í gegnum fría reynsluáskrift, á þeim degi er notandinn notar þjónustuna í fyrsta sinn, eftir því hvað kemur fyrst.
5.2.
Ef þú byrjar að hlusta á hljóðbók, lesa rafbók eða nota þjónustuna á annan hátt fyrirgerir þú réttinum til þess að falla frá samningi innan þess tíma sem vikið er að í gr. 5.1 að ofan. Uppsögn samnings er þá undirorpin kafla 9 að neðan..
5.3.
Ef þú kýst að afþakka þjónustuna á meðan á aðlögunartímanum stendur mælum við með því að þú tilkynnir okkur um það með því að nota eyðublaðið á https://support.storytel.is/hc/is/requests/new og senda það úr því tölvupóstfangi sem skráð er á reikninginn þinn eða með því að nota hvers kyns aðrar leiðir til þess að tilkynna Storytel um þann vilja þinn að hætta við áskriftina innan aðlögunartímans.
5.4.
Komi til þess að þú verðir ranglega krafinn um greiðslu mun upphæðin, sem um ræðir, verða gjaldfærð á reikning þinn innan þrjátíu (30) daga.

6.HUGVERKARÉTTUR

Þjónustan er veitt þér til þinna eigin nota en ekki í atvinnuskyni og er einvörðungu til afþreyingar eða upplýsingar ellegar í svipuðum tilgangi. Þjónustan er höfundarréttarvarin eign okkar eða höfundarréttarvarin eign leyfisveitenda okkar eða leyfisþega og öll vörumerki, þjónustumerki, viðskiptaheiti, vöruútlit og önnur hugverkaréttindi innifalin í þjónustunni eða í efninu sem stendur þér til boða í gegnum þjónustuna eru okkar eign eða Leyfisveitenda okkar eða Leyfisþega ellegar tengdra fyrirtækja. Nema við samþykkjum það sérstaklega með skriflegum hætti má ekki nota eða nýta neinn þátt þjónustunnar eða efnisins, sem hún inniheldur, á neinn annan hátt en sem hluta af þjónustunni sem þér er veitt samkvæmt þessum skilmálum. Jafnvel þótt þú eigir hið áþreifanlega tæki, sem þú notar til þess að nýta þér þjónustuna höldum við fullu og algjöru eignarhaldi á þjónustunni og öllum hugverkaréttindum sem í henni felast. Við hvorki framseljum eignarrétt eða eignarhald á nokkrum hluta þjónustunnar til þín né framseljum við til þín nokkurn eignarrétt eða eignarhald á nokkrum hluta þess efnis sem aðgengilegt er í gegnum þjónustuna. Ekkert það sem boðið er upp á af nokkru vöruheiti í eign eða undir nytjaleyfi Storytel skal túlka sem svo, að það veiti, beint eða óbeint, nokkurt leyfi eða rétt til þess að nota nokkurt vörumerki, sem birt er í tengslum við eða sem hluti af þjónustunni sem þér er veitt.

7.LEYFI TIL NÝTINGAR Á EFNI OG HUGBÚNAÐI

7.1.
Þjónustan er stillt til þess að gera notendum kleift að nota þjónustuhugbúnaðinn, efni þjónustunnar, sýndarefni eða annað efni, sem er í okkar eigu eða með nytjaleyfi okkar. Við veitum þér hér með takmarkað, afturkallanlegt leyfi, sem felur ekki í sér einkarétt og er ekki framseljanlegt, til þess að fá aðgang að og nota þjónustuhugbúnaðinn, efni þjónustunnar, sýndarefni eða annað efni til eigin nota einvörðungu en ekki í atvinnuskyni.
7.2.
Sem notandi þjónustunnar samþykkir þú að gera ekkert af eftirtöldu: afrita eða endurgera, breyta, nýta til þess að skapa afleidd verk, birta, gefa út, dreifa, miðla, útvarpa, senda út, selja, leigja, lána, nýta á annan hátt eða framselja í nokkrum tilgangi (í atvinnuskyni eða öðru) nokkuð efni og/eða hluta af þjónustunni eða þjónustuna í heild til þriðja aðila (þar með er talin, án takmarkana, birting og dreifing efnisins á vefsíðu þriðja aðila) án þess að skýrt skriflegt fyrirframleyfi Storytel liggi fyrir eða líkt og heimilt er á grundvelli skýrrar heimildar í viðeigandi lögum.
7.3.
Sem notandi þjónustunnar samþykkir þú að gera ekki eftirfarandi: (1) endurdreifa, sniðganga eða gera nokkra afritunarvörn eða stafræna réttindavarnatækni, sem notuð er í þjónustunni, óvirka; (2) bakþýða, vendismíða, taka í sundur eða á annan hátt færa hvers kyns þjónustu á form sem er læsilegt mönnum; (3) fjarlægja hvers kyns auðkennisupplýsingar, upplýsingar um höfundarrétt eða aðrar réttindaupplýsingar; eða (4) ná í eða nota þjónustuna á ólöglegan eða óleyfilegan hátt eða á einhvern þann máta sem gefur til kynna tengsl við vörur okkar, þjónustu eða vörumerki. Sem notandi þjónustunnar, þjónustuhugbúnaðarins eða efnis þjónustunnar ábyrgist þú að aðgangur þinn að þjónustunni og notkun á henni að meðtöldu efni og innihaldi muni hlíta ofangreindum skilmálum.

8.EFNI OG TENGLAR ÞRIÐJU AÐILA

8.1.
Birting ytri tengla og/eða annarra atriða sem eiga uppruna sinn hjá þriðju aðilum, sem eru aðgengilegir í gegnum þjónustuna, vefsvæði okkar og hvers kyns vettvang sem Storytel býður upp á, bæði innan og utan þjónustunnar, felur ekki í sér stuðning af hálfu Storytel og/eða tengdra fyrirtækja þess við álit eða skoðanir sem slíkir þriðju aðilar setja fram á eða utan vefsvæða þeirra eða samskiptamiðlasíðna. Storytel staðfestir ekki eða ábyrgist nákvæmni, gildi, heilleika eða gæði þess efnis sem finna má á vefsvæðum þessara þriðju aðila. Ennfremur er Storytel ekki ábyrgt fyrir gæðum eða afhendingu vöru eða þjónustu sem er boðin, sótt, fengin í gegnum eða auglýst á vefsvæðum/samskiptamiðlasíðum slíkra þriðju aðila. Sem slíkt mun Storytel ekki vera ábyrgt fyrir efni sem boðið er upp á á vefsíðum/samskiptamiðlasíðum þriðju aðila og Storytel mun, enn fremur, ekki undir neinum kringumstæðum vera ábyrgt fyrir nokkru beinu eða óbeinu tapi eða öðru tjóni, hvort sem orsökin er vanræksla, samningsbrot, ærumeiðing, brot á höfundarrétti eða öðrum hugverkarétti, sem kemur til vegna birtingar, dreifingar eða nýtingar hvers kyns upplýsinga eða efnis sem er að finna á vefsvæðum/samskiptamiðlasíðum þessara þriðju aðila sem tenglar vísa til.
8.2.
Þjónustan kann að fela í sér, vera innbyggð í eða vera í boði í tengslum við þjónustu og efni þriðja aðila. Storytel stjórnar hvorki þjónustu né efni þessara þriðju aðila. Þú skalt lesa vandlega hvers kyns samninga eða notendaskilmála og persónuverndarstefnu sem þér eru kynntar og eiga við slíka þjónustu og/eða efni þriðja aðila.
8.3.
Þegar þú nálgast þjónustuna í gegnum farsímanet gildir verðskrá veitanda farsíma- eða reikiþjónustunnar fyrir skeyti, gagnaflutning og aðra gjaldskylda þjónustu.

9.GILDISTÍMI OG UPPSÖGN

9.1.
Áskrift þín að þjónustunni verður framlengd mánaðarlega svo lengi sem þú segir henni ekki upp, eða jafn lengi og Storytel veitir þjónustuna. Notandi getur, hins vegar, sagt upp þjónustunni hvenær sem er. Til þess að segja upp þjónustunni áður en nýjum mánuði er bætt við áskriftartímabilið þitt verður notandinn að segja upp þjónustunni eigi síðar en daginn áður en nýr áskriftarmánuður hefst; að öðrum kosti mun áskriftin gilda og vera gjaldfærð hjá þér fyrir mánuð í viðbót áður en henni er lokað.
9.2.
Til þess að segja upp áskrift farðu vinsamlegast á www.storytel.is og skráðu þig inn. Smelltu á „Mínar síður“ og „Minn reikningur“, veldu valkostinn „segja upp áskrift“ og fylgdu leiðbeiningunum. Þú getur einnig sagt upp þjónustunni með því að hafa samband við Storytel eftir öðrum leiðum.
9.3.
Auk þess sem að ofan er talið áskilur Storytel sér einhliða rétt til þess að segja upp eða takmarka notkun þína á þjónustunni ef þú brýtur gegn þessum skilmálum eða ert á annan hátt viðriðinn (eða grunaður um að vera viðriðinn) ólöglega eða sviksamlega notkun þjónustunnar.

10.RÉTTINDI OG SKYLDUR STORYTEL

10.1.
Storytel áskilur sér rétt til þess að breyta gjaldi fyrir þjónustuna og/eða þessum skilmálum, annað hvort að öllu leyti eða að hluta. Þó skal tilkynna notendum um breytingar með tölvupósti, smáskilaboðum eða beint í gegnum þjónustuna eigi síðar en þrjátíu (30) dögum áður en breytingar taka gildi.
10.2.
Sem hluti af því að veita þjónustuna kann Storytel að hafa samband við notandann bréfleiðis, í gegnum síma, með smáskilaboðum, myndskilaboðum, tölvupósti eða beint í gegnum þjónustuna í þeim tilgangi að veita upplýsingar varðandi virkni og innihald þjónustunnar. Storytel kann einnig, nema notandinn hafi frábeðið sér slík samskipti, að hafa samband við notandann bréfleiðis, í gegnum síma, með smáskilaboðum, myndskilaboðum, tölvupósti eða beint í gegnum þjónustuna varðandi kynningar eða svipaða starfsemi og viðburði sem tengjast þjónustunni. Öll samskipti á milli Storytel og notandans skulu vera í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel.
10.3.
Storytel er ekki ábyrgt fyrir truflunum á farsímanetum eða á þjónustu netþjónustuaðila.
10.4.
Þjónustan er tiltæk allan sólarhringinn, sjö (7) daga vikunnar. Þó ábyrgist Storytel ekki að þjónustan verði ávallt bilana- eða hnökralaus. Ef upp koma bilanir eða truflanir sem hafa áhrif á þjónustuna skal Storytel fá tækifæri til þess að lagfæra þær án þess að það teljist vera samningsbrot, þ.e. brot á þessum skilmálum. Storytel hefur einnig rétt, innan skynsamlegra marka, til þess að loka þjónustunni, t.d. vegna uppfærslna eða viðhalds.
10.5.
Storytel hefur rétt, að öllu eða nokkru leyti, til þess að framselja réttindi sín og skyldur til þriðju aðila samkvæmt þessum skilmálum. Storytel hefur einnig rétt til þess að ráða undirverktaka til þess að sinna skyldum sínum samkvæmt þessum skilmálum. Slíkar breytingar, sem kunna að hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga þinna, skulu eiga sér stað í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel.

11.RÉTTINDI OG SKYLDUR NOTANDANS

11.1.
Notandinn má hlusta á hljóðbækur, lesa rafbækur og nota efni þjónustunnar til eigin nota einvörðungu. Reikningurinn þinn (þar með talið en ekki einskorðað við innskráningarupplýsingar) er þinn persónulegi reikningur og það má ekki deila honum með öðrum.
11.2.
Notandinn má ekki á nokkurn hátt miðla hljóðbókum, rafbókum og öðru efni í þjónustunni með því, t.d., að afrita, lána eða leigja út slíkt efni.
11.3.
Notandinn samþykkir að sniðganga ekki eða reyna að sniðganga þær tæknilegu takmarkanir sem eru til staðar til þess að koma í veg fyrir afritun efnis í þjónustunni og að afrita ekki, hvorki að öllu leyti eða að hluta, hljóðbækur, rafbækur eða annað efni þjónustunnar, jafnvel ekki til eigin nota.
11.4.
Notandinn má ekki spila hljóðbækur fyrir áheyrendahóp opinberlega.
11.5.
Ef notandi skráir sig ekki inn í þrjátíu (30) daga og hefur tímabundið halað niður efni í forritið, kann Storytel að biðja notandann um að skrá sig inn til þess að ganga úr skugga um að notandinn sé enn með virka áskrift að þjónustunni og uppfæra efnið og innihaldið í þjónustunni. Ef notandi neitar að verða við slíkri beiðni áskilur Storytel sér rétt til þess að loka tímabundið fyrir þjónustuna þar til notandinn hefur staðfest að hann sé með virkan reikning hjá Storytel. Ef tilvist slíks reiknings er ekki staðfest kann Storytel að taka ákvörðun um að halda aðganginum að þjónustunni áfram lokuðum ellegar loka alfarið reikningi slíks notanda.
11.6.
Notandinn er ábyrgur fyrir því að tryggja að upplýsingar, sem veittar eru við stofnun reiknings, séu réttar og að hvers kyns persónuupplýsingar, sem veittar eru Storytel, svo sem tölvupóstfang notandans, séu réttar. Notandinn er ábyrgur fyrir því að láta Storytel vita um hvers kyns breytingar á hinum veittu upplýsingum, sér í lagi tölvupóstfangi notandans. Líta skal þannig á að öll tölvupóstskeyti, sem Storytel sendir á tölvupóstfang notandans, hafi verið móttekin af notandanum innan þriggja (3) daga frá því að tölvupóstskeytið var sent.
11.7.
Notandinn er ábyrgur fyrir því að halda forræði yfir reikningi sínum, fyrir því að koma í veg fyrir að aðrir geti nálgast þjónustuna og samþykkir að gefa engum öðrum upp aðgangsorðið sitt eða aðrar persónuupplýsingar tengdar við reikning notandans svo lengi sem notandinn er áskrifandi að þjónustunni.
11.8.
Þegar notandinn ritar umsögn um hljóðbók eða rafbók ber hann ábyrgð á því að tryggja að skoðanir notandans séu settar fram af virðingu við aðra og að notandinn noti ekki orð eða orðalag sem túlka megi svo að það mismuni eða sé óþarflega móðgandi eða hneykslanlegt á samræðuvettvangi sem kann að vera tengdur Storytel. Það er ennfremur ábyrgð notandans að tryggja að notandinn birti ekki, noti eða deili hugverkum í eigu þriðja aðila eða birti, noti eða deili efni eða athugasemdum sem eru eða kunni líklega að vera talin ólögleg, t.d. ærumeiðandi efni, efni sem sýnir eða gefur í skyn kynferðislega misnotkun eða hatursáróður á netinu.
11.9.
Notandinn hefur engan rétt til þess að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt þessum skilmálum nema notandinn hafi fengið skriflega heimild Storytel til þess.
11.10.
Þú mátt ekki nota þjónustuna á neinn þann hátt sem veldur eða er líklegur til þess að valda því að þjónustan verði fyrir truflunum, tjóni eða skerðist að nokkru leyti. Þú skilur að þú, en ekki Storytel, berð ábyrgð á öllum rafrænum samskiptum og efni sem sent er úr tækinu þínu til okkar og að þú verður að nota þjónustuna, tækið þitt og vefsvæðið okkar og hvern þann vettvang, sem Storytel lætur í té bæði innan sem utan þjónustunnar, í löglegum tilgangi einvörðungu. Þar af leiðandi samþykkir þú að nota vefsvæðið ekki í nokkrum sviksamlegum tilgangi eða í tengslum við glæpsamlegt athæfi eða aðra brotastarfsemi, eða að senda, nota eða endurnota nokkurt efni sem tilheyrir þér ekki eða er ólöglegt, særandi (þar með talið en ekki einskorðað við efni sem er kynferðislega opinskátt eða sem ýtir undir kynþáttahyggju, hatur eða líkamsmeiðingar), blekkjandi, villandi, svívirðandi, ósiðlegt, áreitandi, niðrandi, ærumeiðandi, dónalegt, klámfengið, eða brýtur gegn höfundarrétti, vörumerki, trúnaði, friðhelgi eða öðrum upplýsingum sem á er einkaréttur, einkaleyfisrétti, ellegar skaðar þriðju aðila að öðru leyti.
11.11.
Ef þjónustan eða einstakir hlutar hennar reynast ófullnægjandi eða gölluð ert þú hvattur til þess að hafa samband við Storytel með því að nota viðeigandi reit á www.storytel.is, með því að senda tölvupóst úr tölvupóstfanginu sem skráð er á reikninginn þinn eða með því að nota aðrar leiðir til þess að láta okkur vita eða leggja fram kvörtun.
11.12.
Notandinn viðurkennir að þjónustan inniheldur efni sem er ekki viðeigandi fyrir eða við hæfi ólögráða barna. Þess vegna samþykkir þú að láta ólögráða börn ekki fá aðgang að þjónustunni nema þau séu undir þinni umsjón.

12.ÖNNUR MÁL

12.1.
Þjónustan er veitt þér einvörðungu í þeim tilgangi að njóta afþreyingar eða upplýsinga og í öðrum svipuðum tilgangi í samræmi við þessa skilmála og íslensk lög. Storytel heldur því hvergi fram að þjónustan eða efnið, sem er aðgengilegt í gegnum þjónustuna, verði tiltækt til notkunar í öðrum löndum.
12.2.
Storytel ber ekki bótaábyrgð ef Storytel getur sýnt fram á að hnökrar á þjónustunni eru tilkomnir vegna kringumstæðna sem Storytel gat ekki haft stjórn á og sem Storytel gat ekki með sanngjörnu móti séð fyrir þegar samningurinn var gerður og afleiðingar hverra Storytel gat ekki með sanngjörnu móti hafa forðast eða unnið bug á.
12.3.
Storytel hefur rétt til þess að fella samninginn við notandan tímabundið úr gildi eða segja honum (þ.e. þjónustunni) tafarlaust upp ef ástæða er til þess að gruna notandann um að hafa brotið gegn skilmálunum eða gildandi lögum, reglum og reglugerðum, eða, þar að auki, ef notandinn notar þjónustuna á einhvern þann hátt sem kann að valda Storytel eða þriðja aðila skaða.
12.4.
Skilmálar þessir heyra undir og skulu túlkaðir á grundvelli íslenskra laga. Skilmálar þessir takmarka þó ekki réttindi þín til neytendaverndar, sem þú kannt að hafa á grundvelli löggjafar þess lands, sem þú hefur aðsetur í, ef þau eru ólík því sem að ofan greinir.
12.5.
Komi upp ágreiningur á milli Storytel og notandans skulu aðilar byrja á því að reyna að útkljá ágreininginn með samkomulagi. Ef aðilar geta ekki komist að samkomulagi má beina málinu til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa. Upplýsingar um nefndina má nálgast á vefslóðinni www.neytendastofa.is. Að öðrum kosti skal leysa ágreininginn fyrir dómstólum.
12.6.
Þar að auki býður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upp á vefsíðu fyrir lausn ágreiningsmála á netinu, ætlaða til þess að hjálpa neytendum og söluaðilum til þess að leysa ágreining sinn án aðkomu dómstóla en hún er aðgengileg á http://ec.europa.eu/consumers/odr/.
12.7.
Ef þú ert óánægður með þjónustuna, efnið, sem hún veitir aðgang að, eða með skilmála þessa er eina mögulega lausn þín sú að hætta að sækja eða nota þjónustuna.
12.8.
Til að fá frekari upplýsingar um þjónustuna eða ef þú þarfnast aðstoðar með einhverja eiginleika eða stillingar, ellegar reikninginn þinn, hafðu vinsamlegast samband við [email protected].

Síðast yfirfarið 1. mars 2018

Storytel Iceland ehf.