Svartstjarna

Farþegaþota á leið til Stokkhólms frá Los Angeles hverfur sporlaust með 200 farþega innanborðs á stjörnubjartri nóttu yfir Dölunum í Svíþjóð. Sænsk fyrirskipa hæsta viðbúnaðarstig af ótta við að um hryðjuverk sé að ræða. Thana “Monty” Montgomery sem landaði nýlega draumastarfinu hjá geimrannsóknarstöðinni í Svíþjóð er meðal þeirra sérfræðinga sem eru kallaðir til. Monty leggur upp í háskaför ásamt fyrrum leyniþjónustumanninum Henry Jager og Dr. Hyman, sérfræðing frá NASA í þeirri von að leysa gátuna um horfnu flugvélina. Ekkert fer þó sem ætlað var og fyrr en varir er hópurinn flæktur í atburðarrás sem er bæði ótrúleg og skelfileg í senn. Svartstjarna er stórkostleg blanda af vísindatryllli og ævintýri sem þeysist þvert yfir tíma og rúm.