Sögur fyrir svefninn 2

Sögur fyrir svefninn hafa leitt ótal börn inn í draumalandið og nú er komið annað safn af þessum hugljúfu og hrífandi sögum Evu Rúnar Þorgeirsdóttur. Hún hefur margra ára reynslu af því að skrifa fyrir börn og vinna með þeim. Hún hefur til að mynda kennt þeim hugleiðslu og í þann ríkulega reynslubrunn sækir hún innblástur fyrir sögurnar. Salka Sól glæðir sögurnar lífi með einstökum lestri sínum og leiðir þannig unga hlustendur inn í jákvæðan og uppbyggilegan ævintýraheim fyrir svefninn. Mynd á kápu: Ninna Þórarinsdóttir