Um Storytel

Storytel var stofnað árið 2005 af Jonas Tellander og Jóni Haukssyni. Eftir að fyrirtækið sameinaðist Massolit Förlagsgrupp árið 2015 var það skráð á hlutabréfamarkað (Aktietorget). Í dag samanstendur Storytel Group af tveimur viðskiptahliðum, streymi og útgáfu. Streymi er áskriftarveita sem býður upp á hljóðbækur og rafbækur undir Storytel vörumerkinu. Þjónustan er sem stendur til staðar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Póllandi, Hollandi, Rússlandi, Spáni, Indlandi, Íslandi, Tyrklandi, Búlgaríu, Mexíkó, Ítalíu, Singapúr og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Storytel rekur einnig streymisþjónustuna Mofibo í Danmörku. Útgáfuhlutinn samanstendur af forlögunum Norstedts Förlagsgrupp (Svíþjóð), People's Press (Danmörk), Rubinstein (Holland) og Storytel Publishing (alþjóðlega).

Storytel er fyrirtæki sem byggir á frumkvöðlastarfsemi og einbeitir sér að því að vera fyrsta og ákjósanlegasta val hljóðbókaunnenda. Storytel leggur áherslu á að leiða markaðinn þegar kemur að streymi hljóðbóka og við erum stöðugt að vinna að því að skila bestu mögulegu rafrænu bókaupplifun sem völ er á.

STORYTEL ICELAND

Skeifan 17, 108 Reykjavík
Kennitala: 570504-3040
VSK-númer: 108240

Hafðu samband

hjalp.is@storytel.com

Smelltu hér til að lesa svör við algengum spurningum.