STORYTEL UNLIMITED ÁSKRIFT

Þessir áskriftarskilmálar (“Áskriftarskilmálar“) stýra Storytel áskriftinni þinni og eru viðbót við notkunarskilmála Storytel. Komi til ágreinings skulu þessir áskriftarskilmálar gilda framar notkunarskilmálum. Ef þú breytir áskriftinni munu nýju áskriftarskilmálarnir gilda framar þessum áskriftarskilmálum. Breytingar á þessum áskriftarskilmálum verða gerðar í samræmi við notkunarskilmálana. Allar persónuupplýsingar verða unnar í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel. Fyrir frekari upplýsingar um þessa áskriftarleið og Storytel þjónustuna almennt skaltu heimsækja Storytel vefsíðuna.

1. Storytel Unlimited áskriftarleið

1.1.
Þessi áskrift veitir aðgang að þjónustunni fyrir einn áskrifanda. Áskriftin er boðin viðskiptavinum með aðsetur í tilteknum löndum. Storytel áskilur sér rétt til að segja upp hvaða áskrift sem er ef Storytel telur að notandinn sé ekki staðsettur í einu þeirra.
1.2.
Áskrifandinn hefur aðgang að öllum vörulista Storytel (eins og hann er tiltækur frá einum tíma til annars) í landinu þar sem þjónustan er notuð.
1.3.
Þú getur skipt yfir í aðra áskriftaráætlun með því að hafa samband við Storytel, með því að fara á vefsíðu Storytel eða með því að nota rásir þriðja aðilans sem þú gerðir samninginn við (sjá kafla 4.3 hér að neðan).

2. Greiðsla, gildistími og uppsögn

2.1.
Áskriftin er innheimt fyrirfram fyrir 30 daga tímabil eða lengur (eins og þú velur við skráningu), frá þeim degi sem þú virkjar áskriftina þína eða ef áskriftin hófst með ókeypis prufuáskrift, frá þeim degi þegar ókeypis prufuáskriftin rennur út.
2.2.
Áskriftin þín endurnýjast sjálfkrafa nema samið sé um annað. Ef þú segir ekki upp áskriftinni þinni heimilar þú okkur að rukka þig um næsta reglubundna áskriftargjald í samræmi við samninginn, með þeirri greiðsluaðferð sem þú valdir.
2.3.
Komi til vanskila eða greiðslu seinkar áskilur Storytel sér rétt til að gera hlé á eða afturkalla aðgang þinn að þjónustunni. Gerist slíkt skaltu skrá þig inn á vefsíðu Storytel með innskráningarupplýsingum þínum og lykilorði til að virkja áskriftina á ný. Ef þú hefur gert þjónustusamning við þriðja aðila (sjá kafla 4.3 hér að neðan) gætir þú þurft að hafa samband við þann þriðja aðila til að virkja áskriftina þína á ný. Komi til seinkunar/vanskila á greiðslu á Storytel rétt á að rukka þig um hæfilega dráttarvexti, áminningargjöld og lögleg innheimtugjöld þar sem við á.
2.4.
Til að segja upp áskrift skaltu heimsækja vefsíðu Storytel og skrá þig inn. Þú færð frekari aðstoð hjá þjónustuveri Storytel. Þú getur líka sagt upp þjónustunni með því að hafa samband við Storytel með þeim hætti sem lýst er í 5. kafla hér að neðan. Ef þú hefur skráð þig í áskriftina í gegnum þriðja aðila (sjá kafla 4.3 hér að neðan) verður þú að segja upp áskriftinni þinni í gegnum þann þriðja aðila.

3. Uppsagnarfrestur

3.1.
Þegar þú skráir þig í þessa áskrift átt þú venjulega rétt á fjórtán (14) daga uppsagnarfresti í samræmi við lög nr. 16/2016 um neytendasamninga. Uppsagnarfresturinn myndi hefjast á þeim degi sem þjónustan er fyrst veitt sem er dagsetningin þegar þú skráir þig í áskrift.
3.2.
Hins vegar, með því að samþykkja þessa áskriftarskilmála, samþykkir þú að afhending þjónustunnar hefjist tafarlaust og að þú afsalar rétti þínum til að hætta við kaup á þjónustunni samkvæmt uppsagnarfrestinum sem getið er um í kafla 3.1.

4. Afhending þjónustu

4.1.
Þjónustan er gerð aðgengileg fyrir þig samkvæmt samningi Storytel Sweden AB, sem stofnað var í Svíþjóð með kennitöluna 556696-2865 og með heimilisfang Póstbox 24167, 104 51 Stokkhólmi.
4.2.
Ef þú kaupir áskrift þína í gegnum vefsíðu Storytel er þjónustan seld þér af Storytel Iceland ehf. (kennitölu 570504-3040).
4.3.
Ef þú kaupir áskriftina þína í gegnum þriðja aðila, svo sem símafyrirtæki, er þjónustan seld til þín af þeim þriðja aðila, nema þriðji aðili gefi annað til kynna.

5. Samskiptaupplýsingar

5.1.
Þú getur haft samband við okkur með neðangreindum leiðum:

Síðast yfirfarið 1. februar 2023

Storytel Iceland ehf.