STORYTEL UNLIMITED SUBSCRIPTION („SUS“)

Þessir SUS skilmálar eru viðaukar við notendaskilmála og persónuverndarstefnu Storytel og hvers kyns aðra viðbótarskilmála sem kunna að gilda um suma hluta þjónustunnar á hverjum tíma. Komi upp misræmi ganga SUS skilmálar þessir framar notendaskilmálunum. Breytingar á SUS áskriftarleið þessari verða gerðar í samræmi við notendaskilmálana. Allar persónuupplýsingar samkvæmt SUS áskriftinni verða meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndarstefnu Storytel. Frekari upplýsingar um áskriftarleið þessa eða almenna þjónustu Storytel má finna undir algengar spurningar og svör á heimasíðu Storytel.

1.Skilgreind hugtök

1.1.

Með „áskrifanda” er átt við hvern þann sem er með virkan Storytel reikning og sem hefur aðgang að þjónustunni í gegnum virka áskriftarleið.

1.2.

Með „notanda“ er átt við hvern þann sem hefur aðgang að þjónustunni óháð því hvort viðkomandi sé áskrifandi, t.d. barn áskrifanda. Notandinn þarf að vera hluti af sama heimili og áskrifandi.

2.Storytel Unlimited Subscription

2.1.

Þessi SUS áskriftarleið veitir einum áskrifanda aðgang að þjónustunni. Áskrifandinn hefur aðgang að öllu efnissafni Storytel. Áskrifandanum er heimilt að deila áskriftarleiðinni innan heimilis síns með einum öðrum notanda. Áskrifandinn og notandinn geta notað þjónustuna samtímis, en aðeins áskrifandinn getur streymt öllu efnissafninu og notandinn getur aðeins streymt titlum innan „Kids mode“ eins og hún er skilgreind í notendaskilmálunum. Áskriftarleið þessi þýðir því að tvö streymi geta verið virk samtímis: eitt með öllu efninu og eitt barnastreymi.

3.Virkni áskriftarleiðarinnar

3.1.

Til að hefja áskrift þarf áskrifandi að stofna reikning á heimasíðu Storytel.

3.2.

Þessi SUS áskriftarleið er virkjuð undir „mínar síður“ og þarf áskrifandi að færa inn gildan greiðslumáta. Til viðbótar við að samþykkja notendaskilmála og persónuverndarstefnu Storytel þarf áskrifandi einnig að samþykkja SUS skilmála þessa.

3.3.

Þessari SUS áskriftarleið má stjórna á vefsíðu Storytel undir „mínar síður“. Þar getur áskrifandi breytt áskriftarleiðinni, aðgangsupplýsingum, greiðsluaðferð eða valið að segja upp áskriftinni.

Síðast yfirfarið 2 nóvember 2018

Storytel Iceland ehf.