Hero Image

Skilafresturtil 15. mars

Söguáskorun Storytel

Ertu á aldrinum 12–17 ára? Áttu sögu sem bíður þess að verða bók?

Storytel leitar að besta óútgefna handriti að ungmennabók. Skrifað af ungmennum, fyrir ungmenni. Frábært tækifæri fyrir unga höfunda til að þróa hugmynd og eiga möguleika á að sjá hana verða að útgefnu verki.

Svona þarf sagan að vera

  1. Heildstæð saga á íslensku

    8.000-30.000 orð, sem síðar yrði fullunin með ritstjóra.

  2. Fyrir lesendur 12–17 ára

    Bók fyrir ungmenni, skrifuð af ungmenni

  3. Höfundur á aldrinum 12–17 ára

    Öllum krökkum á aldrinum 12-17 er velkomið að taka þátt.

Frábær verðlaun í boði

  1. Útgáfusamningur við Storyside

    Sem felur í sér útgáfu og framleiðslu á raf- og hljóðbók

  2. Ritstjórn og frágangur

    Aðstoð ritstjóra við að fullvinna bókina

  3. Hönnun og kynning

    Hönnun á bókakápu ásamt markaðssetningu og kynningu á bókinni í samstarfi við Storytel

Svona tekur þú þátt

Sendu handrit á: handrit@storytel.com, merkt „Söguáskorun“. Nafn höfundar, kennitala og sími þarf að koma fram, ásamt nafni og síma forsjáraðila. Skilafrestur er til miðnættis 15. mars 2026. Gangi þér vel!