Stórt snjóflóð féll á Flateyri á Vestfjörðum árið 1995. Hvernig á að segja svona viðkvæma sögu? Samhliða leiksýningunni Flóð, sem var á fjölum Borgarleikhússins, unnu Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín 10 þátta hlaðvarp um tildrög verksins, sköpunarferlið og sögu snjóflóðsins.
Leikverkið sjálft er svokallað heimildaverk og byggir á viðtölum Björns og Hrafnhildar við aðstandendur og eftirlifendur snjóflóðsins sem féll á Flateyri. Í hlaðvarpinu er skyggnst bak við sköpunarferlið og tildrög verksins könnuð sem og viðbrögð leikhússins, viðbrögð viðmælenda og aðstandenda, óvæntar uppákomur sem verða á leiðinni og vangaveltur höfunda um verkefnið. Inn í þetta fléttast svo viðtölin sjálf og saga snjóflóðsins á Flateyri. Björn og Hrafnhildur leiða hlustendur í gegnum þættina líkt og sögumenn, og gefa þeim þannig innsýn í flókið ferli leikritunar, heimildaöflunar og úrvinnslu.
Viðmælendur í fyrsta þætti: Eiríkur Finnur Greipsson, Grétar Örn Eiríksson, Smári Eiríksson, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður Ívarsdóttir, Páll Önundarson, Guðrún Pálsdóttir, Snorri Hermannsson.
Umsjón: Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir Framleiðendur: Rás 1 og Borgarleikhúsið
Heimildaserían Flóð var unnin í samstarfi við Borgarleikhúsið og Rás1. Serían var fyrst flutt á Rás1.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland