Hljóðbrot
Þytur í laufi - Kenneth Grahame

Þytur í laufi

Þytur í laufi

3.5454545454545454 11 5 Höfundur: Kenneth Grahame Lesari: Margrét Kristín Blöndal
Sem hljóðbók.
Þytur í laufi eftir Kenneth Grahame er ein ástsælasta barnabók breskrar bókmenntasögu. Sagan kom fyrst út árið 1908 og segir frá hinum drýldna froski herra Todda, Molda moldvörpu og besta vini hans rottunni Rotta, auk hins spaka Greifingja. Þytur í laufi er samansett af nokkrum sjálfstæðum sögum sem segja frá lífinu í sveitum Englands um aldamótin 1900. Nútíminn fikrar sig smám saman inn í sveitasæluna. Daunillar og háværar bifreiðar hökta á moldarvegunum og hræða hestana. Stéttaskipting er mikil. Herra Toddi er óðalsbóndi og býr í glæsihúsi á meðan Moldi, Rotta og Greifingi una vel við sig í mun hógværara húsnæði. Sígaunar eru á vappi um sveitina og hreysikettirnir eru miklir óþokkar sem una sér ekki við stöðu sína í samfélaginu. Konur leika lítið hlutverk í sögunni, en nokkrar birtast þó sem hjálparhellur í ævintýrum herra Todda. Herra Toddi stelur senunni í sögunni, en hann er langskemmtilegasta persónan og hrakfarir hans óborganlegar. Frábær þýðing Jóns Arnar Marínóssonar fær hér að njóta sín í einstökum lestri Margrétar Kristínar Blöndal, sem er flestum betur kunnug sem Magga Stína.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Barnabækur Titill á frummáli: The Wind in the Willows Þýðandi: Jón Örn Marinósson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-05-17
Lengd: 9Klst. 31Mín
ISBN: 9789178976041
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.
Prófaðu frítt í 14 daga