89 Umsagnir
3.8
Seríur
Hluti 47 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
34Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 47

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar.

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Ömurleg mágkona:
„Biggi bróðir minn kvæntist Elsu þegar þau voru nýskriðin úr háskóla og þau voru gift í rúm tuttugu ár. Þegar þau skildu kom í ljós að Biggi hafði átt í ástarsambandi við aðra konu og þótt okkur þætti öllum vænt um Elsu vorum við tilbúin að styðja bróður okkar eða allt þar til við kynntumst nýju mágkonunni.“

- Ég hitti mann vinkonu minnar á Tinder:
„Við Bára kynntumst fyrst í barnaskóla. Þótt hún væri ári yngri urðum við engu að síður mjög góðar vinkonur. Í menntaskóla vorum við alltaf saman en þegar ég fór utan í nám minnkaði sambandið og við hittumst ekkert í mörg ár. Við hittumst aftur, þá báðar komnar á miðjan aldur, og tókum upp þráðinn aftur. Ég lenti hins vegar í erfiðri stöðu þegar ég hitti mann Báru á Tinder.“

- Við bræðurnir skuldum vegna foreldra okkar:
„Ég er elstur þriggja bræðra. Pabbi hafði mikinn áhuga á öllum vélum og smitaði okkur af dellunni. Allt frá því ég var fjögurra ára gamall hef ég gert við hjól, bíla, vélsleða og fleiri græjur. Um fermingu hét ég því að kaupa mér bíl strax og ég fengi bílpróf. Þegar að því kom fékk ég leyfi foreldra minna til þess og mamma skrifaði upp á lán fyrir mig. Það var upphafið af ógæfu minni og bræðra minna.“

- Vinkona mín stal kærasta mínum:
„Jói var stóra ástin í lífi mínu. Það sé ég sífellt betur eftir því sem lengri tími líður frá því að við hættum saman. Við kynntumst á djamminu, bæði í háskólanámi þegar það var og urðum yfir okkur ástfangin á örfáum vikum. Við bjuggum saman í þrjú ár en þá ákvað vinkona mín að koma upp á milli okkar og tókst það.“

- Einmana í hjónabandi:
„Að verða ástfangin er yndisleg tilfinning. Manni finnst maður geta allt og að lífið verði aldrei samt aftur. Fyrstu vikurnar og mánuðirnir eru frábærir. Þú og ástin þín hafið svo margt um að tala að þið haldið að þið verðið aldrei uppiskroppa með umræðuefni. Þannig leið mér lengi í hjónabandi mínu en eftir hrun fóru hlutirnir niður á við og lengi var ég einmana í hjónabandinu en nú er maðurinn minn smátt og smátt að koma til baka.“

© 2021 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789152149485

Skoða meira af