Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
– Maðurinn minn upplifði ást við fystu sýn - í vinnunni: „Ég áleit mig vera í fullkomnu hjónabandi með manni sem elskaði mig og syni okkar heitt. Allt var í föstum en ekki leiðinlegum skorðum í litla raðhúsinu okkar. Einn daginn hrundi allt eins og spilaborg!“
– Aðgát skal höfð í nærveru sálar: „Allt líf mitt hef ég verið í hálfgerðri vörn og hef átt mjög erfitt með að bera hönd fyrir höfuð mér. Ég var svo auðsærð og gaf líka frá mér ósýnilegt merki um að fólk mætti segja það sem því sýndist við mig. Ég lenti ekki í einelti í skólanum, heldur var það mestmegnis fullorðið fólk sem sagði ljóta og særandi hluti við mig.“
– Vinkona mín sveik mig - og gerðist besta vinkona eiginkonu míns fyrrverandi!: „Góð vinkona mín til 20 ára varð sífellt fjarlægari mér og ég skildi ekki ástæðuna. Mér datt helst í hug að ég hefði gert eitthvað á hlut hennar án þess að vita af því. Í stað þess að ganga á hana ákvað ég að láta hana eiga sig, hún myndi jafna sig með tíð og tíma. Það gerðist ekki. Hún var komin með nýja bestu vini og vegna tengsla minna við þá fannst henni ekki hægt að umgangast mig líka.“
– Ég varð ófrjó vegna lélegrar læknisþjónustu: „Ég var óþarflega ung þegar ég komst að því að ég var orðin ófrísk eftir fyrrverandi kærasta minn sem ég vissi að yrði aldrei til staðar fyrir mig eða barnið. Engu að síður ákvað ég að eiga barnið og hugleiddi aldrei neina aðra valkosti, enda fannst mér ég alveg tilbúin til þess að verða móðir.“
– Martraðarkenndur skilnaður: „Maðurinn minn var mikill hrotti og hikaði ekki við að misþyrma mér. Oft lá við að hann dræpi mig. Þegar mér loksins tókst að yfirgefa hann óskaði ég þess heitast að geta hafið nýtt líf með börnunum mínum; dóttur frá fyrra sambandi og tveimur sonum sem ég átti með honum. Því miður hélt martröðin áfram.“
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland