Pottersen: 07 – Uppblásin frænka og sturlaður strokufangi

4.6 Umsagnir
0
Episode
7 of 48
Lengd
1Klst. 5Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Systkinin Emil og Bryndís kafa æ dýpra í söguheim Rowlings og nú liggur þriðja bókin um galdrastrákinn fyrir, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Harry er orðinn þrettán ára, hann hefur tvívegis staðið andspænis Voldemort í Hogwarts og lætur því ekki bjóða sér lengur að vera úthúðað á heimili Dursley-fjölskyldunnar. Eftir að hann missir stjórn á sér og fremur galdur í Muggaheimi fer hann að heiman með koffortið sitt. Það líður ekki á löngu þar til Harry fréttir að stórhættulegur galdramaður, Sirius Black, hefur sloppið úr Azkaban-fangelsinu og talið er að hann sé á höttunum eftir honum. En Harry er sannfærður um að honum verði óhætt í Hogwarts. Vitsugur eru á sveimi, feigðarfyrirboðar gera vart við sig, nýir kennarar eru komnir í skólann, rotta Rons er eitthvað slöpp, Hermione er með yfirfulla stundatöflu ‒ margt gerist í fyrstu sex köflunum og það er augljóst að Harry og félagar eiga mikið í vændum.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...