Stærke portrætterALT for damerne
Konstantínópel var höfuðborg Austurrómverska ríkisins sem hélt velli eftir að Rómaveldi í vestri féll fyrir „villiþjóðum“. Borgin var í aldir ríkasta og fjölmennasta borg heimsins. Þangað flykktust margir í von um frægð og frama og þar á meðal norrænir víkingar, sem voru að mynda ríki á sléttum Rússlands og fóru eftir fljótum Úkraínu til borgarinnar sem norrænir menn kölluðu Miklagarð. Þar gengu þeir í þjónustu keisaranna og voru kallaðir væringjar.
Sigfús Blöndal fræðimaður í Kaupmannahöfn skrifaði sögu væringja og hér segir af upphafi þeirra.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland
