Í öðrum þætti af Á flögri erum við á Suðurlandi og Norðurlandi. Við hittum hörkufólk, karl og konu sem vön eru að takast á við hlutina. Verkefni þeirra beggja tengjast atferli dýra en þó á mjög ólíkan máta. Annað þeirra veit nánast allt um hross, hitt þeirra veit heilan helling um hvali. Hrossaræktandi og tamningamaður og svo hvalaskoðunarmaður og náttúrubarn.
Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.
Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland