Konan sem við spjöllum við í þessu flögri er hafsjór af fróðleik. Um hvað? Jú, náttúruna allt um kring. Til allrar hamingju er hún uppi á tuttugustu og fyrstu öldinni en ekki á miðöldum því þá hefði vafalítið farið illa fyrir henni sökum vanþekkingar þjóðfélags þess tíma á hennar iðju. Grasalækningar eru hennar lífsstarf og hugsjón. Afstaða almennings og læknavísinda í garð grasalækninga hefur breyst mikið síðasta áratuginn frá því sem áður var, að hennar sögn. Ekki er svo ýkja langt síðan að fólk sem notaði fíflablöð í salat, hvað þá jurtir í lækningaskyni, þótti verulega furðulegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland