Sumir fara syngjandi í gegnum lífið sama hvað gengur á. Segja má að viðmælandi okkar í þessu flögri sé einn þeirra. Hann ætlaði alls ekki að læra söng en byrjaði að syngja eins og óperusöngvari í baði samkvæmt sérstökum hvatningartilmælum frá Íþrótta- og tómstundaráði! Starf á leikskóla, kórstjórn og einsöngur eru á meðal verkefna hans, en hann er einnig lærður járningamaður og hefur sungið, leikið og dansað á sviði. Þekkir bæði Mary Poppins og Billy Elliot af eigin raun, auk þess sem hann og hrúturinn Hreinn eiga sömu rödd.
Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland