#28 - Heimaæfingar með Bigga Þjálfara

#28 - Heimaæfingar með Bigga Þjálfara

0 Umsagnir
0
Episode
30 of 127
Lengd
1Klst. 3Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Sjálfsrækt

Í þessum þætti fékk ég Biggi þjálfari til lað koma og tala um heimaæfingar, enda ekki vanþörf á nú þegar allar líkamsræktarstöðvar eru lok, lok og læs og allt í stáli. Við förum yfyir hvað við getum gert heima, hvernig við getum aukið ákefðina með lágmarks búnaði og hann kemur með dæmi um mjög áhrifaríka æfingu heima í stofu og eina sem þarf er skrokkurinn og ein ketilbjalla. Það eru fáir jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun, því hann hefur yfir 20 a´ra reynslu og hefur ekki þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil en þar áður sleit hann barnsskónum í hinu legendary GYM 80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda.

Frábær þáttur með einstökum manni. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því utandyra, heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni eða hvar sem er.

Instagram: @coachbirgir www.coachbirgir.com

Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.

Heilsuvarpið er sponsorað af Lífsalt sem er nýtt á markaðnum og inniheldur 60% minna natríum en hefðbundið sjávarsalt en meira af kalíum, magnesíum og joði. Svo það hentar vel ræktarpésum, íþróttafólki sem og þeim sem þurfa að lækka blóðþrýsting. Mjög gott eftir æfingu til að fylla á steinefnin sem við skiljum eftir í svitapolli á ræktargólfinu. Þið finnið Lífsalt á @arcticseaminerals á Instagram

www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann ragganagli79@gmail.com ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli

Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur

Afsláttarkóðar:

Veganbúðin: ragganagli = 15% www.nowfoods.is ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036
Cover for #28 - Heimaæfingar með Bigga Þjálfara

Other podcasts you might like ...