Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Aðalsteinn Ásberg ólst upp í faðmi kvenna við kórsöng norður í landi og ákvað ungur að verða skáld. Hugurinn leitaði til Reykjavíkur og þangað fór hann til að mennta sig, nánar tiltekið í Verzlunarskóla Íslands. Fyrstu ljóðabókina sendi Aðalsteinn frá sér tvítugur að aldri, hjá sama forlagi og gaf út þá Tinna og Ástrík, en í dag rekur hann eigin útgáfu sem gefur út bækur og tónlist. Aðalsteinn er öflugur talsmaður þjóðlagatónlistar og hefur samið texta sem hvert mannsbarn kann deili á.
Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland