Í þessari þáttaseríu tekur metsöluhöfundurinn Ragnar Jónasson viðtöl við aðra virta rithöfunda þar sem rætt er um bækur og ritstörf. Í hverjum þætti er tekin fyrir ein bók eftir viðmælandann sem hægt er að hlusta á hjá Storytel, sem gefur hlustendum innsýn í hugarheim rithöfundarins. Í lok hvers þáttar mæla viðmælendur með nokkrum bókum til hlustunar hjá Storytel og fram kemur hver næsti viðmælandi Ragnars er og hvaða bók verður til umfjöllunar. Hlustendur bókaklúbbsins eru hvattir sérstaklega til þess að hlusta á bækurnar sem eru til umfjöllunar í þáttunum hverju sinni og taka þátt í samtalinu á Hljóðbókaspjallinu á Facebook.
Í þriðja þætti bókaklúbbsins tekur Ragnar viðtal við Steinunni Sigurðardóttur rithöfund og ljóðskáld og þau ræða um bókina Jójó.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland