Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og er ein af sjö systkinum í söngelskri fjölskyldu. Þegar hún var 5 ára missti hún heyrn á öðru eyra en lét það ekki aftra sér og byrjaði snemma að skemmta opinberlega og syngja inn á plötur. Meðlimir Spilverks þjóðanna heyrðu hana syngja við skúringar og urðu svo heillaðir að þeir buðu henni að slást í hópinn. Hún var orðin 25 ára gömul þegar hún hóf loks klassískt söngnám í Englandi. Síðar menntaði hún sig enn frekar á Ítalíu. Hún segist elska sviðið og finnst best að syngja í Rússlandi.
Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland