Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Hvað er betra en að ylja sér við dálítinn varðeld? Sennilega fátt nema ef varðeldurinn er gerður til að brenna manneskju fyrir galdra. Í landi þar sem erfitt er að vinna efni í lítinn bálköst, enduðu samt furðu margar ólánssamar sálir líf sitt einmitt þar. Ísland náði að taka þátt í brennufárinu sem barst frá Evrópu. Efnið er það viðamikið að þættinum verður skipt í tvennt.
Myrka Ísland er hlaðvarp fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum og óhugnanlegum atburðum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú. Gerð þáttanna var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland