4.3
Skáldsögur
Árið er 1936 og í friðsælum austfirskum firði er ung stúlka vakin árla morguns af ókunnugum manni. Hann færir henni fréttir sem breyta lífi hennar á svipstundu.
Elísabet þarf upp frá því að treysta á sjálfa sig í ferðalagi frá fábreyttu sveitalífi til Reykjavíkur stríðsáranna þar sem hún kemst að því hvort það sé í raun og veru draumur að vera með dáta. Hugur hennar leitar út fyrir landsteina og liggur leiðin til fyrirheitna landsins. Ein í ókunnu landi mætir hún margvíslegum erfiðleikum en örlögin leiða hana að lokum heim á ný.
Hudson - Yfir hafið og heim er saga um vináttu, ástina og hjartasár, sigra og vonbrigði. Ljúfsár og falleg örlagasaga munaðarlausrar stúlku sem vex úr grasi í veröld sem var.
Erla Sesselja Jensdóttir ryður sér rúms með einstakri skáldsögu í dásamlegum lestri Þórunnar Ernu Clausen.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180358880
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180358897
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 juni 2023
Rafbók: 26 juni 2023
4.3
Skáldsögur
Árið er 1936 og í friðsælum austfirskum firði er ung stúlka vakin árla morguns af ókunnugum manni. Hann færir henni fréttir sem breyta lífi hennar á svipstundu.
Elísabet þarf upp frá því að treysta á sjálfa sig í ferðalagi frá fábreyttu sveitalífi til Reykjavíkur stríðsáranna þar sem hún kemst að því hvort það sé í raun og veru draumur að vera með dáta. Hugur hennar leitar út fyrir landsteina og liggur leiðin til fyrirheitna landsins. Ein í ókunnu landi mætir hún margvíslegum erfiðleikum en örlögin leiða hana að lokum heim á ný.
Hudson - Yfir hafið og heim er saga um vináttu, ástina og hjartasár, sigra og vonbrigði. Ljúfsár og falleg örlagasaga munaðarlausrar stúlku sem vex úr grasi í veröld sem var.
Erla Sesselja Jensdóttir ryður sér rúms með einstakri skáldsögu í dásamlegum lestri Þórunnar Ernu Clausen.
© 2023 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180358880
© 2023 Storytel Original (Rafbók): 9789180358897
Útgáfudagur
Hljóðbók: 26 juni 2023
Rafbók: 26 juni 2023
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 687 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Notaleg
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 687
Rakel
27 juni 2023
Frábær bók og vel lesin.Húnfær 5 stjörnur frá mér.Vonandi koma fleiri bækur eftir þennan höfund.
Þórhalla
27 juni 2023
Frábær bók og mjög vel lesin 🌷vildi að hægt væri að gefa fleiri ⭐️ Mæli með hlustun enginn verður svikinn af því 😘Hlakka til að hlusta á fleiri bækur eftir þennan höfund 🤩 Hvað ég væri til í framhald 😍 Þórunn Erna er vafalítið með allra bestu lesurum 🥰
Sigrún Anna
28 juni 2023
Snilldar saga sem mér þótti mjög áhugaverð hjartnæm og hrein út sagt stórkostleg bók. Dásamlegt ferðalag Elísabetar sem gaman var að fylgjast með frá austfjörðum og út í hinn stóra heim. Takk fyrir mig. Endilega haltu áfram að skrifa Erla
Silla
30 juni 2023
Alveg ágætis bók, soldið langdregin framan af og endar í smá froðu í lokin, endirinn eiginlega of mikið af því góða
Inga Vala
28 juni 2023
5 stjörnu virði =)
Ragnheiður
28 juni 2023
Mjög góð og frábær lestur, mæli hiklaust með 😊
Kristín Elísabet
28 juni 2023
Yndisleg bók og vel lesin
Hlíf
29 juni 2023
Vel skrifuð og lestur góður
Elínborg
28 juni 2023
Skemmtileg saga og notaleg, svo notaleg að ég hlustaði á hana aftur.það er of mikið af morðsögum í boði.Fyrir eldri borgara finnst mér Íslenskar bækur og Íslenskar sveitasögur skemmtilegar🥰
Þórunn
29 juni 2023
Ótrúlega vel skrifuð og skemmtileg saga í frábærum lestri.Takk fyrir mig.
Íslenska
Ísland