Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Hann æfði körfubolta sem krakki en hætti því þegar hann fattaði að hann var langminnstur. Þessi svokallaði vaxtakippur kom aldrei - segir hann. Hann braust um hánótt inn á svæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli til að geta horft á Michael Jordan í sjónvarpinu og var handtekinn. Rúnar Júlíusson var lengi hans helsti samstarfsmaður og saman unnu þeir í Geimsteini, því goðsagnakennda hljóðveri. Í dag rekur hann Hljóðrita í Hafnarfirði og hefur verið einn eftirsóttasti upptökustjóri landsins síðustu árin. Hann er meðlimur Hjálma og ber því mikla ábyrgð á því að hafa komið reggíinu á Íslandskortið. Margir þekkja Guðmund sem Kidda Hjálm. Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland