Margrét Rán Magnúsdóttir

4.2 Umsagnir
0
Episode
8 of 31
Lengd
39Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.

Margrét var lengi vel með annan fótinn á Akranesi en hinn í Hafnarfirði. Það gekk nokkuð vel þangað til hún ákvað að koma út úr skápnum. Henni fannst erfitt að vera lesbía í litlu samfélagi Akraness og því flutti hún til Hafnarfjarðar í faðm Flensborgarskólans. Að loknu stúdentsprófi starfaði hún m. a. sem rennismiður hjá Össuri til að framfleyta sér á milli þess sem hún bjó til lög og texta. Hljómsveitin hennar heitir Vök og á stóran og dyggan hóp fylgjenda, bæði á Íslandi og úti í hinum stóra heimi. Í lok þáttarins flytur hún eitt lag ásamt Jóni Ólafssyni.

Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...