Systkinin Emil Hjörvar Petersen og Bryndís Freyja Petersen hittast á Skype og hverfa saman yfir í töfraheim Harry Potter-bókanna. Þegar Bryndís var yngri las hún bækurnar spjaldanna á milli en Emil er að lesa þær í fyrsta skipti, og því er Pottersen hlaðvarp bæði fyrir Potter-sérfræðinga og nýgræðinga. Í þessum fyrsta þætti segir Bryndís m.a. frá því hversu gagntekin hún var af bókunum, Emil veltir fyrir sér hversu skemmdur Harry hlýtur að vera eftir að hafa alist upp við svo skelfilegar aðstæður, pælingar um kynningu á söguheiminum eru áberandi, rætt er um mállýsku Hagrids og fitufordóma gagnvart Dursley-hjónunum, tæpt er á því hversu gott er að nöfn persóna voru ekki þýdd, því annars hefðum við Harald Pétursson, Rónald Vestmann og Hermínu Grundfjörð. Og margt fleira.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland