Ragnar Jónasson er lögfræðingur að mennt og starfar sem slíkur í fjármálaheiminum. Honum skaut hratt upp á vinsældarlista glæpasagnanna með skáldsögum sínum um þau Ara Þór lögreglumann og Huldu. Fyrsta bókin, Fölsk nóta, kom út árið 2009 og sú nýjasta og 11. í röðinni Þorpið, haustið 2018. Eins hefur Ragnar þýtt fjórtán skáldsögur Agöthu Christie á íslensku en þar á meðal eru bækurnar um Hercule Poirot sem eru væntanlegar á Storytel í lestri Arnar Árnasonar.
Viðtalið var tekið í Iðnó haustið 2018 á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir en þar segir Ragnar að hann hafi viljað hvíla seríurnar um Ara og Huldu í nýjustu bókinni og hafa hana staka í höfundarverkinu.
Ferillinn hefur æxlast þannig hjá Ragnari að Frakkland er orðinn hans stærsti markaður. Ragnar segir að nú þurfi hann að fara að læra frönsku, því vinsældunum fylgja auknar kröfur um að hann hitti lesendur sína og kynni bækur sínar þar.
Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri hlaðvarpsseríu, Segðu mér sögu með Halla Thorst, kynnir hann hlustendur Storytel fyrir höfundum okkar vinsælustu bóka. Einstaklega skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland