Sólveig Arnarsdóttir hefur um langt skeið spilað í meistaradeild íslenskra leikara og hefur heillað áhorfendur með reglubundnum hætti með magnaðri frammistöðu á sviði, sjónvarpi og kvikmyndum (Ófærð, Lof mér að falla).
En ekki síst hefur þó vegur hennar í Þýskalandi vaxið í áranna rás þar sem hún telst einnig í fremstu röð. Sama dag og við tókum þetta viðtal höfðu henni borist tíðindi um nýjan hátind ferilsins, sem í raun má líkja við að knattspyrnumaður hefði komist á samning hjá Barcelona. Það hafði verið hringt í hana og hún látin vita að hún hefði verið fastráðin hjá virtasta leikhúsi Þýskalands þar sem hún leikur í opnunarsýningunni haustið 2019 í Ódysseifskviðu Hómers. Umrætt leikhús er Volksbühne í Berlín, sem Sólveig hafði sjálf horft til sem hásæti leiklistarinnar allan sinn feril.
Sólveig les hljóðbókina Rödd í dvala eftir Dulce Chacon hér á Storytel.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland