Illugi Jökulsson verður stöðugt forvitnari um sögu íslensku þjóðarinnar og margvísleg önnur fræði þar að lútandi. Hann hefur því fengið til sín fjölda fræðimanna til að spjalla við sig um bækur þeirra og aðrar rannsóknir og varpa ljósi á niðurstöður sem oft eru nýstárlegar og spennandi.
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur heillaðist af sögu klaustranna á Íslandi þegar hún stýrði uppgreftri á Skriðuklaustri sem hún skrifaði um bók sem kom út 2012. Hún lagðist síðan í mikla rannsókn á öllum klaustrum sem vitað er um á Íslandi og afrakstur þeirrar vinnu var mikið verk sem út kom 2017, Leitin að klaustrunum - Klausturhald á Íslandi í fimm aldir, og er að finna hér á Storytel.
Í þessu viðtali við Illuga Jökulsson segir hún sögu klaustranna, bæði út frá fornleifum og rituðum heimildum. Óhætt er að segja að það er í meira lagi fróðlegt að heyra skoðanir Steinunnar á klausturhaldinu og því sem þar fór fram. Jafnframt fjallar hún um samfélagið sem klaustrin voru sprottin úr og hvað breyttist þegar kaþólskan var kveðin niður.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland