Illugi Jökulsson verður stöðugt forvitnari um sögu íslensku þjóðarinnar og margvísleg önnur fræði þar að lútandi. Hann hefur því fengið til sín fjölda fræðimanna til að spjalla við sig um bækur þeirra og aðrar rannsóknir og varpa ljósi á niðurstöður sem oft eru nýstárlegar og spennandi.
Axel Kristinsson sagnfræðingur gaf út merkilega bók árið 2018 sem heitir Hnignun, hvaða hnignun? Þar tók hann til meðferðar ýmsar goðsagnir sem skapast hafa um íslenska sögu gegnum tíðina og sem eiga margar uppruna sinn í söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar, þegar Íslendingum þótti brýnt að sýna fram á eymd fyrri tíma og illsku hinna dönsku stjórnarherra. Aðrar goðsagnir eru nýrri, eins og um mikil harðindi, ógn vistarbandsins og grimmd íslensku yfirstéttarinnar.
Niðurstöður Axels voru að margar þessara þjóðsagna ættu við lítil rök að styðjast, þegar að var gáð, og full þörf væri á að endurskoða ýmislegt það sem við teljum okkur vita um söguna. Frá því segir hann í samtali við Illuga Jökulsson.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland