Illugi Jökulsson verður stöðugt forvitnari um sögu íslensku þjóðarinnar og margvísleg önnur fræði þar að lútandi. Hann hefur því fengið til sín fjölda fræðimanna til að spjalla við sig um bækur þeirra og aðrar rannsóknir og varpa ljósi á niðurstöður sem oft eru nýstárlegar og spennandi.
Yngvi Leifsson sagnfræðingur var að blaða í heimildum og dómabókum um flökkufólk snemma á 19. öld þegar hann rakst æ oftar á nafn Ingiríðar Eiríksdóttur. Hún hafði farið á flakk víða um Norðurland í byrjun aldarinnar og komst oft upp á kant við yfirvöldin, bæði vegna flakks og barneigna. Um leið kom fram í heimildunum að þótt hún væri jarðbundin og gáfum gædd virtist hún telja sig eiga samneyti við álfa á flakkinu.
Yngvi heillaðist af sögu hennar og þótt bókaforlag hvetti hann til að gera úr efninu sögulega skáldsögu fannst honum raunveruleikinn alveg nógu skáldlegur. Það má til sanns vegar færa. Hann segir sögu Ingiríðar í þessu viðtali við Illuga Jökulsson.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland