Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Sigríður Thorlacius vílar ekki fyrir sér að ganga bæjarhlutanna á milli sama hvernig viðrar.
Hún hefur verið ein eftirsóttasta söngkona landsins í um áratug og nýtur mikilla vinsælda. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og með aðeins þriggja ára millibili missti hún tvær systur sínar eftir baráttu við heilaæxli. Sigríður er meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín þar sem svo sannarlega hafa skipst á skin og skúrir. Í lok þáttarins flytur hún eitt lag ásamt Jóni.
Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland