Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Sigtryggur Baldursson fæddist í Noregi en man fyrst eftir sér í Bandaríkjunum, hlustandi á Jethro Tull. Á tímabili átti fótboltinn hug hans allan og hann þótti stórefnilegur markvörður í Breiðabliki. Hljómsveitirnar Þeyr, Kukl og Sykurmolarnir eru meðal viðkomustaða hans og hann hafði mikil áhrif sem trommuleikari. Á bar í Zagreb varð til hliðarsjálf sem varð vinsælla og þekktara en hann gat gert sér í hugarland. Sigtryggur hefur gaman af að hella upp á kaffi, elda góðan mat og gera vel við fólk. Svo gerir hann upp gömul reiðhjól.
Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland