Kristín Jónsdóttir hét kona, fædd á Dýrafirði 1876. Þótt hún væri alþýðustúlka náði hún að komast til Kaupmannahafnar þar sem hún lærði margt um hótel og veitingarekstur og þegar hún kom til Íslands í byrjun 20. aldar setti hún upp sitt eigið veitingahús, Fjallkonuna. Hún kallaðist lengst af Kristín Dahlstedt eftir að hún eignaðist um tíma sænskan eiginmann. Kristín var afar svipmikil kona, starfsemi hennar var stundum umdeild og hún lenti jafnvel upp á kant við lögin, þótt sómakær væri á sinn hátt. Hafliði Jónsson frá Eyrum skráði endurminningar hennar sem eru afar litríkar og skemmtilegar og hér er fyrsti hluti þeirra þar sem segir frá uppeldi hennar á Vestfjörðum og ógleymanlegu ástarsambandi hennar og Magnús Hjaltasonar sem Halldór Laxness gerði síðar eina af fyrirmyndum Ólafs Kárasonar í skáldsögunni Heimaljósi.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland