Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Þetta er annað kastið upp úr æviminningum Kristínar Dahlstedt veitingakonu sem Hafliði Jónsson frá Eyrum skráði eftir frásögn hennar. Eftir að slitnaði upp úr ástarsambandi Kristínar og Magnúsar Hjaltasonar (sem var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ljósvíkingnum) var hún nokkuð eirðarlaus á heimaslóðum. Eftir merkilegan kafla sem nefnist „Bónorð og bölbænir“ segir næst frá þeirri ákvörðun hennar að hleypa heimdraganum og koma sér með dönsku skipi til Kaupmannahafnar en á ofanverðri 19. öld var enn mjög fátítt að óbreyttar alþýðustúlkur færu frá Íslandi til útlanda og var því um stóra ákvörðun að ræða.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland