Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Í þessu öðru kasti upp úr ævisögu Guðlaugs Kristjánssonar frá Rauðbarðaholti, sem Indriði Indriðason skráði, segir frá því þegar pilturinn er kominn á táningsár og á að fara að læra. Þá bregður svo við að húsbóndi hans í Holti bregst ókvæða við löngun hans til að mennta sig og Guðlaugur verður að fela bækur sínar fyrir húsbóndanum. Frásögnin er fjörleg en ber þó með sér að sumt hefur verið átakanlegt og erfitt fyrir piltinn sem ólst upp meðal vandalausra, en kynntist nú föður sínum örlítið. Að lokum fer hann svo frá Holti og á upp frá því að standa á eigin fótum.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland