Af fingrum fram – Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson ræðir við íslenskt tónlistarfólk um feril þess og lífshlaup.
Svavar varð fyrir einelti í grunnskóla og leið alls ekki vel í framhaldsskóla. Hann missti föður sinn í snjóflóði og var lengi að ná sér á strik í kjölfarið. Áhugamálin eru fjölbreytileg og má þar nefna mannfræði, vísindi og heimspeki. Svavar hóf hljóðfæri frá Hawaii til vegs og virðingar á Íslandi og segir það vera köllun sína að fá fólk til að syngja saman.
Þegar hann sá Kris Kristofersson á tónleikum ákvað hann að verða trúbador og nota tónlistina til gagns fyrir samfélagið. Í lok þáttarins flytur hann eitt lag ásamt Jóni.
Upphaf þáttanna Af fingrum fram má rekja tæp 20 ár aftur í tímann þegar samnefndir sjónvarpsþættir hófu göngu sína hjá RÚV og hlutu þeir Edduverðlaunin strax á fyrsta vetri. Þættirnir skipta nú tugum, rétt eins og spjalltónleikaröð í Salnum sem ber þessa sömu yfirskrift og hefur gengið fyrir fullu húsi í 11 ár. Jón er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk og hefur verið ótrúlega afkastamikill á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar í áratugi. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland