
Storytel sameinar frábærar sögur og hugvitasama tækni til að gera lestrar- og hlustunarupplifun þína einstaka. Skoðaðu nýjungar í appinu hér.
Lestu og hlustaðu samtímis með fullkomlega samstilltu hljóði og texta. Synced Listening brúar bilið á milli hljóðs og texta - þannig að þú getur auðveldlega fylgt sögunni, haldið einbeitingu, skipt á milli forma og hoppað beint aftur inn í réttan kafla. Þetta hentar vel ef þú ert að læra nýtt tungumál, vilt hjálp með einbeitingu eða ef þú vilt kíkja stöku sinnum á stafsetningu eða skoða önnur smáatriði á meðan þú hlustar. Eiginleikinn er nú í boði á þúsundum titla, og fleiri bætast stöðugt við
Komdu í áskrift og prófaðu nýjungarnarNú geturðu leitað í rafbókum – og í fyrsta skipti líka í hljóðbókum. Knúið af sérstakri tækni Storytel sem kortleggur texta og hljóð, gerir leitin þér kleift að finna nöfn, hugtök, kafla og tilvitnanir í bæði raf- og hljóðútgáfu af sömu bók. Fullkomið fyrir fræðibækur, námsfólk og alla sem skipta á milli forma eða vilja auðveldari leið til að finna aftur lykilatriði í bókinni.
Komdu í áskrift og prófaðu nýjungarnarUpplifðu hljóðbækur í djúpum, þrívíddar hljóðheimi. Með Dolby-stuðning innbyggðum beint í Storytel appið lifna sögurnar við með dýpt og skýrleika, og umlykja þig með stemningu og litlum smáatriðum sem auka alla upplifun. Hægt að prófa strax í völdum titlum, Og fleiri bækur í þrívíddar hljóði bætast reglulega við.
Komdu í áskrift og prófaðu nýjungarnarFinndu hvaða bók sem er með því að beina myndavélinni að henni. Myndarvélaleitin notar öfluga gervigreindartækni til að þekkja bækur úr ljósmyndum, jafnvel ófullkomnum myndum. Tæknin virkar á allt frá raunverulegum bókakápum, bókaauglýsingum úti á götu, skjáskot af samfélagsmiðlum eða myndum úr myndasafni þínu. Smelltu á myndavélartáknið í leitinni, taktu mynd (eða veldu mynd) og hoppaðu beint inn á bókina í bókasafni Storytel.
Komdu í áskrift og prófaðu nýjungarnarVeldu lesara sem hentar þér. Lesari hljóðbókar hefur gríðarleg áhrif á upplifunina, og smekkur fólks er ólíkur. Yfirleitt er hljóðbók lesin af einum lesara, sem gefur lítið svigrúm fyrir persónulegt val. Voice Switcher breytir því. Fyrir valda titla getur þú nú valið á milli upprunalegs lesara og úrvali af gervigreindarröddum sem lesa sömu bókina. Skiptu á milli radda samstundis og áreynslulaust, og finndu þá útgáfu af sögunni sem hljómar best fyrir þig.
Komdu í áskrift og prófaðu nýjungarnarÍslenska
Ísland









