16 Umsagnir
4.75
Seríur
Hluti 2 af 5
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
28Mín

Að snerta hughjartað: 02 – Ekkert áðan og ekkert á eftir

Höfundur: Ástvaldur Zenki Traustason Lesari: Ástvaldur Zenki Traustason Hljóðbók

Í þessum þætti tala Zenki um 3 einkenni búddískrar iðkunar?

Einmannaleiki er skilgreindur sem heimsfaraldur. Getur zen hugleiðsla hjálpað í erfiðum aðstæðum og linað þjáningar sem fylgja mannlegum tilfinningum eins og einmanaleika? Hverjar eru rætur þjáningarinnar, hvað sagði Búdda um þjáninguna og er til leið út úr þjáningunni?

Þáttaröðin Að snerta hughjartað fjallar um Zen búddisma og Zen hugleiðsluiðkun og það hvernig reglubundin hugleiðsla getur hjálpað okkur til að lifa, innihaldsríku og gefandi lífi.

Ástvaldur Zenki Traustason hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zenmeistarans Jakusho Kwong Roshi síðan 1998. Árið 2018 hlaut Ástvaldur *dharma transmission* frá Kwong Roshi en í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan og árið 2019 hlaut hann vígslu í tveimur af stærstu klaustrum Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji.

Zenki, eins og hann er jafnan kallaður, er nú kennari Zen á Íslandi-Nátthaga og deilir hér með okkur lífsýn Zen búddismans sem löngum hefur verið sveipuð leyndadómsfullri dulúð.

© 2020 Ástvaldur Zenki Traustason (Hljóðbók)

Skoða meira af