Að snerta hughjartað: 05 - Allt sem mætir þér ert þú

4.3 Umsagnir
0
Episode
5 of 5
Lengd
29Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Í þessum þætti tala Zenki um náttúruna og það hvernig við upplifum hana. Hvernig er viðhorf okkar gagnvart náttúrunni? Við könnumst öll við það að eiga ekki til orð til að lýsa því hvernig það er að upplifa fallega náttúru, t.d. stórbrotinn foss eða fallegt landslag eða bara fuglasöng að vori. Zenki talar líka um ljóð og það hvernig ljóð eru frábær leið til að tjá hugsun og líka það sem er handan hugsunar. Við fræðumst líka aðeins meira um zazen iðkun og hugleiðslu og kynnumst hugtakinu Samadí.

Ástvaldur Zenki Traustason hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zenmeistarans Jakusho Kwong Roshi síðan 1998. Árið 2018 hlaut Ástvaldur *dharma transmission* frá Kwong Roshi en í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan og árið 2019 hlaut hann vígslu í tveimur af stærstu klaustrum Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji.

Zenki, eins og hann er jafnan kallaður, er nú kennari Zen á Íslandi-Nátthaga og deilir hér með okkur lífsýn Zen búddismans sem löngum hefur verið sveipuð leyndadómsfullri dulúð.

Þáttaröðin Að snerta hughjartað fjallar um Zen búddisma og Zen hugleiðsluiðkun og það hvernig reglubundin hugleiðsla getur hjálpað okkur til að lifa, innihaldsríku og gefandi lífi.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...