65 Umsagnir
3.91
Seríur
Hluti 18 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
46Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 18

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Furðulegt stefnumót:
„Fyrir mörgum árum, á meðan ég var ungur og einhleypur, lét ég eftir vinkonu minni að fara á blint stefnumót með ungri konu sem hún vildi endilega að ég kynntist.“

- Af hverju?:
„Ég var yfir mig ástfangin af manni sem var stóra ástin mín á þeim tíma. Við vorum sundur og saman í um tvö ár og ég var enn hrifin af honum þegar hann giftist annarri. Við hittumst óvænt að kvöldi brúðkaupsdags hans.“

- Áfall við heimkomu:
„Við hjónin bjuggum erlendis í nokkur ár og þegar við fluttum heim aftur hóf sonur okkar nám í átta ára bekk. Ekki átti ég von á öðru en drengurinn fengi góða hjálp í skólanum en sú varð sannarlega ekki raunin og það varð okkur óvænt áfall.“

- Falskt öryggi:
„Ég hef búið erlendis árum saman. Skömmu eftir að ég skildi við manninn minn ákvað ég að fá mér öryggiskerfi. Ekki grunaði mig að í tilraun minni til að auka öryggi mitt gerðist algjörlega hið gagnstæða.“

- Dulið ofbeldi:
„Fyrir nokkrum árum var ég beðin um að hjálpa 12 ára bróðurdóttur minni sem stríddi við mikla vanlíðan, ekki síst í skólanum. Eftir að við fundum í sameiningu rót vandans breyttist allt til hins betra.“

© 2020 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789152125984

Skoða meira af