99 Umsagnir
3.93
Seríur
Hluti 45 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
41Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 45

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar.

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Falin veikindi:
„Ég vissi að nágrannakona mín væri skapbráð en ekki að hún legði hendur á barn sitt sem var fjarlægt af heimilinu tímabundið. Ekki löngu síðar frétti ég að hún glímdi við vissan sjúkdóm sem gæti skýrt ofsann sem hafði víst hrjáð hana. Um svipað leyti komst ég að því að ljúfa amma mín hefði sannarlega ekki verið lamb að leika við þegar mamma og systkini hennar voru lítil.“

- Örlagarík heimsókn í sveitina:
„Frænka mín hafði átt frekar erfitt líf, upplifði einelti í grunnskóla og síðar á vinnustað. Hún þótti svolítið sérstök og var ekki allra, en þegar hún flutti í sveitina upp úr þrítugu byrjaði hún að blómstra fyrir alvöru.“

- Þegar læknar bregðast:
„Saga fjölskyldu minnar er svo ótrúleg að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Á síðasta ári urðu atburðir sem gera það að verkum að ég get ekki treyst íslensku heilbrigðiskerfi og við sitjum uppi í sárum vegna alvarlegra læknamistaka.“

- Lærdómsrík tímasóun:
„Fyrir nokkrum árum átti ég í skrítnu haltu-mér-slepptu-mér sambandi við mann sem ég var hrifin af. Sambandið var reyndar platónskt því hvorugt okkar tók af skarið. Eftir á að hyggja fór mér að finnast þetta svolítið fyndið, tvær fullorðnar manneskjur sem fóru í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut þar til neistinn hvarf.“

- Hefndin snert í höndunum á honum:
„Hjónaband systur minnar var erfitt en henni tókst fyrir rest að rífa sig lausa úr því. Þegar fyrrverandi maðurinn hennar hélt að honum hefði tekist að hefna sín illilega á henni snerist hefndin þó í höndunum á honum ...“

© 2021 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789152146156

Skoða meira af