81 Umsagnir
3.6
Seríur
Hluti 85 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
36Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 85

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Slapp naumlega frá nauðgara!:
„Ég fór með nokkrum vinkonum mínum út á lífið skömmu fyrir jólin eitt árið. Tveir myndarlegir menn heilluðu mig og vinkonu mína og við ákváðum að fara með þeim heim til annars þeirra til að spila og spjalla. Afar óþægilegt hugboð gerði vart við sig seinna um kvöldið þegar ég var orðin ein með öðrum þeirra og sem betur fer tók ég mark á því.“

– Óvænt jólagjöf:
„Ég gekk í gegnum mikla sorg og erfiðar breytingar á örfáum árum. Ég missti barn, skildi við manninn minn skömmu síðar og flutti ári seinna út á land. Nú var ég komin í bæinn aftur, jólin nálguðust og ég fann bara fyrir kvíða. Ekki grunaði mig að þetta yrðu gleðilegustu jólin mín í mörg ár.“

– Vildi ekki hitta dóttur sína:
„Fyrir um áratug átti ég í spennandi ástarsambandi. Þegar ég varð óvænt ófrísk lét maðurinn sig hverfa og það beint í faðminn á ... kærustunni sinni. Hann neitaði alfarið að sjá dóttur okkar. Það var ekki fyrr en hún fór að spyrja um hann og ég krafði hann svara í kjölfarið sem eitthvað gott gerðist í málinu. Öllum nöfnum hefur verið breytt í sögunni.“

– Systir mín tók af mér ráðin - og það breytti lífi fjölskyldu minnar
„Við Siggi höfðum ekki verið lengi saman þegar við ákváðum að flytja til Danmerkur með dóttur okkar. Siggi fór að vinna en ég ákvað að mennta mig. Drykkjuskapur Sigga jókst þarna úti og hann fór að leggja á mig hendur. Þegar ég loksins yfirgaf hann, eftir að systir mín tók í taumana, átti það eftir að breyta lífi fjölskyldunnar til mikilla muna.“

– Einmana um jólin:
„Eftir skilnað við manninn minn flutti ég úr kauptúninu hans og til Reykjavíkur með unga dóttur okkar. Þar átti ég vini og ættingja. Ekki grunaði mig að næstu og þarnæstu jól yrðum við mæðgur einar á aðfangadagskvöld sem reyndist mér afar erfitt þar sem ég er mikil félagsvera og finnst að jólin séu tími samveru við ástvini.“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180566247 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af