58 Umsagnir
3.98
Seríur
Hluti 86 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
40Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 86

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Erfið en rétt ákvörðun! :
„Ég var afar ung þegar ég kynntist Þórði, hann var talsvert eldri og mikill heimsborgari. Ég kolféll fyrir honum og lagði allar mínar framtíðaráætlanir á hilluna til að geta verið með honum.“

– Fann loks sanna jólagleði:
„Ég var nýskilin með tvö börn, bláfátæk og viss um að jólin sem voru að koma yrðu ömurleg. Lítil gönguferð niður í bæ með börnunum mínum á Þorláksmessu breytti óvænt hugarfari mínu til góðs.“

– Dóttir mín er rangfeðruð - og manninn minn grunar ekki neitt! :
„Við Sigga vinkona kynntumst í grunnskóla og höfum alltaf verið vinkonur síðan. Við vorum algjörar samlokur á unglingsárunum og þegar við fluttum fyrst að heiman þá leigðum við litla íbúð saman. Jafnvel eftir að við stofnuðum okkar eigin heimili með kærustunum okkar var mikill samgangur milli heimila.“

– Nýja konan hans pabba:
„Ég var að verða tvítug þegar mamma dó. Ég var í menntaskóla úti á landi og langaði mest að hætta í honum til að styðja pabba í sorginni. En hann talaði mig til þar sem ég átti bara einn vetur eftir til stúdentsprófs. Þegar ég kom heim í jólafrí var ný kona flutt inn á heimilið og allt var breytt.“

– Fólkið mitt snerist gegn mér:
„Við Jonni vorum ekki óhamingjusöm í hjónabandinu en allur neisti var farinn úr því fyrir löngu. Einn daginn staldraði ég við og spurði sjálfa mig hvort þetta væri lífið sem ég vildi. Svarið var nei, en kannski hefði ég hikað við að breyta til ef mig hefði grunað hver viðbrögð vina og vandamanna yrðu.“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180557528 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af