Lífsreynslusögur Vikunnar: 87

3.8 Umsagnir
0
Episode
87 of 105
Lengd
35Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Nágrannar frá helvíti: „Fjölskylda mín fann draumaheimilið en þurfti að flytja vegna ofsókna nágrannanna.“

– Snilldarkennari bjargaði syni mínum frá einelti: „Ég var um tíma á miklum hrakhólum með börnin mín tvö. Þau þurftu að skipta um skóla á miðjum vetri sem reyndist þeim báðum erfitt. Því miður var líf dóttur minnar gert að hreinu helvíti en sonur minn var heppnari með kennara sem náði að stöðva einelti í fæðingu!“

– Skelfileg saumaklúbbsferð: „Ég hef verið í saumaklúbbi í fjölmörg ár með fimm konum sem ég kynntist í menntaskóla. Fyrir tíu árum fórum við saman í utanlandsferð en sú dásamlega skemmtiferð sem við hlökkuðum svo mikið til varð að hálfgerðri martröð.“

– Vinkona hennar mömmu! : „Ég var aðeins 12 ára þegar ég missti móður mína og það tók mig mjög langan tíma að jafna mig á því. Þótt fjölskylda mín hafi reynst mér afar góð hjálpaði gömul vinkona hennar mömmu mér mest. Hún hefur dulræna hæfileika og ég held stundum að þær mamma séu í beinu sambandi!“

– Haltu mér - slepptu mér: „Eftir að ég flutti til höfuðborgarinnar gekk ég í skemmtilegt félag þar sem ég kynntist góðu fólki. Ég hreifst mikið af einum manninum þar, heiðarlegum og ljúfum, og aðdáunin virtist gagnkvæm. Ári síðar uppgötvaði ég hvaða mann hann hafði að geyma í raun og veru.!“


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...