Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
– Aldursmunurinn sundraði okkur: „ Ég hef hingað til ekki laðast að mönnum mér eldri en fyrir örfáum árum féll ég fyrir einum sem var heilum 17 árum eldri en ég. Ég fann ekkert fyrir aldursmuninum en hann lét hann eitthvað þvælast fyrir sér.“
– Öskubuska í aldarfjórðung: „Þegar móðir mín veiktist lenti umönnun hennar og umsjá heimilisins mikið til á mér þótt ég væri aðeins unglingur að aldri. Faðir minn og tveir eldri bræður voru fullfrískir en gerðu varla handtak. Þetta tíðkaðist á þessum tíma og ég sætti mig alveg við að allt bitnaði á mér. Ekki grunaði mig að ég yrði hálfgerð Öskubuska heimilisins í hátt í 25 ár.“
– Misheppnuð tilraun eiturtungu: „Ég hafði verið í sambandi með frábærum manni í nokkurn tíma þegar ég skellti mér í ferðalag með vinkonum mínum. Ég skemmti mér vel en við heimkomuna beið mín óvænt uppákoma.“
– Læknamistök fæddu af sér fötlun: „Ég var tuttugu og tveggja ára gömul þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þremur mánuðum fyrir tímann. Sýking hafði komist í legvatnið og engu mátti muna að dóttir mín myndi lifa fæðinguna af. Læknar brugðust alltof seint við legvatnssýkingunni og barnið mitt hlaut fötlun fyrir vikið.“
– Ástin spyr ekki um aldur ... eða aldursmun! : „Ég var 18 ára þegar ég kynntist manninum mínum. Við búum saman í dag og lifum hamingjuríku lífi. Leiðin var þó býsna grýtt í fyrstu og saman þurftum við að yfirstíga ýmsar hindranir.“
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland